Ökumaðurinn á bláa skutbílnum handtekinn

Af vettvangi Það er ánægjulegt að ökumaðurinn á bláa skutbílnum í Reykjanesbæ hafi verið handtekinn. Þá ætti að vera hægt að fylla upp í heildarmynd þessa sorglega máls. Eins og ég sagði fyrr í dag hlaut hringurinn um viðkomandi að þrengjast mjög og aðeins tímaspursmál hvenær maðurinn yrði í haldi lögreglu.

Fyrst og fremst verður áhugavert að vita ástæður þess hversvegna maðurinn yfirgaf vettvanginn og skildi strákinn eftir í sárum sínum. Það er stærsta spurning þessa dapurlega máls í raun og veru. Það má skynja að fólki er verulega brugðið vegna þessa máls og margir hafa tjáð sig um það.

Það er engin furða að svo sé. Það er stóralvarlegt mál þegar að fyrsta hugsunin eftir svona slys er að stinga af og taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Ég get ekki séð að undrunarefni sé að fólk sé undrandi og slegið vegna þess og tjái sig óhikað um það.

mbl.is Maður í haldi, bíll í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Rúnar Kristinsson

Útlendingur í haldi, enn og aftur er útlendingur á Íslandi staðinn af glæp, fuckin óþolandi.

Kristinn Rúnar Kristinsson, 1.12.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Er þetta ökumaðurinn sem keyrði á barnið og flýði síðan af vettvangi?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 1.12.2007 kl. 23:52

3 identicon

Hefur það komið fram í fréttum að þetta sé útlendingur?  Getur Kristinn Rúnar staðfest það?  Förum varlega kæru vinir í dómum okkar eða fordómum á annað fólk.

Ólöf G. Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er barnið dáið, hvernig líður okkur núna ???

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2007 kl. 00:39

5 Smámynd: Ævar Eiður

Voðalegt drama er þetta að verða.  Auðvitað er það sorglegt ef svona lítil börn deyja í umferðinni og reyndar hver sem er.  En þetta er bara gangur lífsins fólk fæðist og deyr.

Ævar Eiður, 2.12.2007 kl. 01:22

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvaða andsk.... máli skiptir það hvort hvort maðurinn er útlendingur eða ekki ? Þarna eru foreldrar sem eru búnir að missa litla barnið sitt og maður sem þarf að lifa með því, að hafa verið valdur að dauða þess..... 

Jónína Dúadóttir, 2.12.2007 kl. 07:35

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ákeyrsla er slys en það er óafsakanlegt og óskiljanlegt að skilja lítið barn eftir slasað og hjálparlaust.   Öll mín samúð er hjá aðstandendum

Sigurður Þórðarson, 2.12.2007 kl. 12:44

8 identicon

Já góðann daginn, ég get alveg tekið undir það sem fram kemur hérna, þ.e. að það ætti ekki að skipta máli hvers lenskur viðkomandi er.

Enn staðreynd málsins er að fólk sem kemur frá löndum austur-evrópu er mun líklegra til að til aka undir áhrifum áfengis, og sýna  minni aðgát í umferðinni heldur en mér hefur sýnst vera hjá innfæddum Íslendingum, ég þekki þetta þar sem ég er frá austur-evrópu sjálfur og er culturinn og umburðarlyndi náungans gagnvart t.d. ölvunarakstri allt annað en hér á landi og víða annarstaðar.

En ekki er hægt að setja alla undir sama hatt, heldur þarf að gera eitthvað rótækt í málum þeirra innflytjenda sem brjóta af sér hérna, því þeir koma jú óorði á okkur hin sem erum eins og fólk er flest, löghlýðnir borgar.

Megi Guð vera með fjölskyldu og vinum littla drengsins.

Zoltán Gyula (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband