Sorglegt mál

Frá vettvangi Það er eðlilegt að fólk í Reykjanesbæ sé slegið vegna hins sorglega slyss á föstudag þar sem lítill drengur slasaðist það alvarlega að hann lést. Sérstaklega er ekki hægt annað en að taka undir með kröfum íbúanna við Vesturgötu þar sem slysið varð. Það er víða keyrt of hratt í götum við íbúabyggð og tekið hefur jafnan verið á því með hraðahindrunum og eða öðrum leiðum til að slá á umferðina í svokölluðum vistgötum þar sem hraðamörk eru lægri en ella.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri, talaði af ábyrgð um þessi mál í gær í fréttatímum og ég get ekki betur séð en að samstaða ætti að geta nást um að taka á þessum málum þar sem fólk telur hættu á ferðum vegna umferðar. Þekki þetta svosem vel enda bý ég við eina mestu umferðargötuna á Akureyri, sem er Þórunnarstræti. Þar er mikil umferð daga og nætur. Það hafði jákvæð áhrif að breyta veginum við leikskólann Hólmasól og sló aðeins á hraðann.

En samt eru áhyggjur þeirra sem búa í miklum umferðargötum skiljanlegar. Það er þó mjög dapurlegt að svo sorglegt slys þurfi til að fólk vakni til meðvitundar um að úrbóta sé þörf.

mbl.is „Við viljum ekki sjá annað svona slys í götunni okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessir grein þinni og þessu sem þú skrifar um þetta alverlega mál/en við verðum lika að biðja fólk að vera ekki með börn að leik á umferðagötum,þó þetta hefi borið svona að  og um hraðaksturs kannski að ræða/þá má ekki gleimast að foreldrar þurfa að passa Börnin syn/Eg er ekki hlintur þessu að gera allar götur sem við þurfum að keyra 30 km hámark og ekki bara hraðahindranir nema i lokuðum hverfum/allir verða að passa að aka á rettum hraða og það ber að sekta menn mikið sem ekki unna þvi/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 3.12.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Ég er sammála því sem hér er ritað það er aldrei of vel gert í umferðaröryggismálum, en þetta sorglega slys er líka áminning til okkar foreldra að halda aðeins betur í krílin okkar í skammdeginu.

Róbert Tómasson, 3.12.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þegar ég bjó í Bretlandi man ég eftir auglýsingum í sjónvarpi frá umferðarráði eða e-m slíkum barnavernd kannski sem brýndu fyrir fjölskyldum með ung börn sem bjuggu við mikla umferðargötur að gæta þess að hafa útidyr alltaf tryggilega lokaðar og læstar, svo ekki væri hætta á að börnin færu ein út á götu svo foreldrarnir (eða aðrir sem ættu að gæta þeirra) sæju ekki til. Kannski væri þörf á slíkum auglýsingum hér?

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband