Ásthildur Helgadóttir hættir í boltanum

Ásthildur Helgadóttir Ásthildur Helgadóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og hætta virkri þátttöku í fótbolta. Koma þessi tíðindi í kjölfar yfirlýsingar fyrr í dag um að hún sé hætt hjá Malmö. Þetta eru nokkur tíðindi, enda á Ásthildur að baki farsælan feril í íþróttum og er hiklaust ein besta knattspyrnukona landsins fyrr og síðar. Hefur Ásthildur átt við erfið meiðsli að stríða og er ákvörðun um að hætta tekin væntanlega vegna þeirra. 

Ásthildur hefur verið glæsileg fyrirmynd kvenna í íþróttum og hefur verið áberandi í hópi knattspyrnukvenna sem rifu upp kvennalandsliðið til vegs og virðingar á alþjóðavettvangi á síðustu árum. Hún hefur þó ekki bara verið áberandi í íþróttum. Í fyrra náði hún glæsilegum árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og náði kjöri í fjórða sætið á framboðslistanum og var kjörin bæjarfulltrúi í kosningunum í maí 2006.

Eftir því sem mér skilst hefur Ásthildur verið í leyfi frá setu í bæjarstjórn Kópavogs nú um skeið. Það verður áhugavert að sjá hvort að hún ætli að taka þar sæti aftur og fara fram í næstu kosningum, jafnvel ofar á framboðslistann, eða hvort hún ætlar eingöngu að fara í verkefni tengd verkfræðimenntun sinni við lok íþróttaferilsins. 

mbl.is Ásthildur Helgadóttir hætt hjá Malmö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafi Ásthildur bara stóra þökk fyrir stórkostlegt framlag til knattspyrnunnar hér sem og annars staðar.Frábær stúlka sem mikill sjónarsviptir er af.Kveðja Halldór 

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband