Dró sveitarstjórinn í Grímsey sér fé frá hreppnum?

Grímsey Það eru ekki góðar fregnir að skrifstofa Grímseyjarhrepps hafi verið innsigluð. Grunsemdir munu nú vera uppi um að Brynjólfur Árnason, sveitarstjóri, hafi dregið sér fé frá hreppnum og uppi hafi verið mikil bókhaldssvik. Aðeins eru nokkrir dagar liðnir síðan að sami sveitarstjóri var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað á olíu, en mikið var fjallað um það í fjölmiðlum. Athygli vakti þá að samstarfsmenn Brynjólfs í sveitarstjórn vissu ekki af brotum hans.

Það gerist ekki á hverjum degi að skrifstofur sveitarfélags séu innsiglaðar vegna gruns um fjárdrátt og bókhaldssvik stjórnanda innan þess og vekur það því sannarlega mikla athygli. Svona vont mál hlýtur að liggja sem þung mara yfir jafn litlu sveitarfélagi og Grímsey er, þar sem samfélagið er eins og ein samheldin fjölskylda í raun og veru.

Það hljóta að hafa verið þung spor fyrir menn að taka svona á málum en eitthvað hlýtur að hafa legið fyrir sem grundvöllur ákvörðunar af þessu tagi. Fyrst og fremst er mikilvægt að fara vel yfir allt málið og athuga hvert umfang þess hefur í raun verið. En þetta eru vondar fregnir fyrir Grímseyinga og vonandi ná þeir að vinna úr þessu dökka máli.

mbl.is Skrifstofa sveitarstjórnar Grímseyjar innsigluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Víða leynast þeir....kvistirnir. Vonandi upplýsist þetta mál fljótt og vel.

Ragnheiður , 3.12.2007 kl. 19:40

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sorglegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.12.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sorglegt já...

Jónína Dúadóttir, 3.12.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband