Þegnarnir hafna Chavez sem einræðisherra

Hugo ChavezÞað kom skemmtilega á óvart að þegnarnir í Venezuela ákváðu að hafna Hugo Chavez sem einræðisherra. Það er öllum ljóst að hefðu stjórnarskrárbreytingar hans náð fram að ganga hefði einræði þessa vitfirrta þjóðarleiðtoga verið endanlega staðfest. Ekki aðeins hefði hann getað ríkt til eilífðarnóns heldur hefði hann getað haft alræðisvald yfir fjölmiðlum og getað skipað upp á sitt einsdæmi borgar- og bæjarstjóra í landinu.

Með þessu eru kjörtímabilsmörk Chavez staðfest og hann hverfur því úr embætti á eðlilegum tíma, að óbreyttu. Hann fetar þar í fótspor fjandvinar síns, George Walker Bush, sem er eins og flestir vita bundinn kjörtímabilsmörkum og getur ekki gefið kost á sér oftar í forsetakosningum. Það er að mínu mati eðlilegur hluti lýðræðis að menn geti ekki gert sjálfa sig að drottnurum með því að breyta stjórnarskrá og skipa sjálfa sig í guða tölu með alræðisvaldi.

Held að íbúar Venezuela geti verið stoltir af því að láta ekki fagurgala Chavez blinda sér sýn og hafna tillögum hans. Þarna var í pípunum enda einræðisstjórn af sama kalíber og sú sem Castro hefur leitt í hálfa öld í Kúbu. Castro er fyrirmynd Chavez og augljóst var að hann vildi feta í fótspor hans með kosningunni. Það er engum vinstrimanni til sóma að fasistar vilji láta skipa sig alvalda til eilífðarnóns, allt í nafni sósíalisma.

En það sér samt ekki fyrir lokin á þessu ferli tel ég. Chavez var strax farinn að tala um það í gær að endurtaka kosninguna. Hann ætlar sér að ná þessu í gegn sama hvað tautar og raular. En vonandi tekst honum það ekki. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist og hvernig Chavez reynir að þröngva sér framhjá lýðræðinu og færa landið í einræðisátt, miðað við ummæli hans um úrslit kosninganna.


mbl.is Bandaríkin fagna ósigri Chavez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband