Ógeðsleg skrif hjá Gillzenegger

Gillzenegger Ég held að flestir geti verið sammála um að Gillzenegger fór algjörlega yfir strikið í orðavali til femínista á vef sínum fyrr í vikunni. Það er eitt að vera ósammála femínistum en annað að skrifa niðrandi og jafnvel hóta þeim öllu illu. Það er engum til sóma að skrifa með þessum hætti og greinilega hefur Gillzenegger lært sína lexíu með hótunum viðkomandi aðila að kæra og að tala við lögreglu, enda hefur hann fjarlægt skrifin.

Það er auðvitað eðlilegt að hann hugsi sitt ráð vegna þessa og hafi séð að skrifin þurftu að fara út. Skil viðkomandi aðila mjög vel að vilja leita réttar síns vegna skrifa af þessu tagi. Það er eins og fyrr segir eðlilegt að vera ósammála femínustum og takast á um áherslur en það er annað og alvarlegt mál að hóta fólki vegna skoðana sinna.

Gillzenegger hefur oft talað djarft og óhikandi, jafnvel kuldalega í garð fjölda fólks. Þessi skrif voru botninn á öllu sem hann hefur skrifað og eðlilegt að hann bakki með skrifin og hugsi sinn gang. Þó að hann sé á móti femínistum er eðlilegt að hann hugsi sinn gang áður en skrifað er.

mbl.is Gillzenegger tók bloggfærslu út fyrir mömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er hann að koma með svona „grín“ sem er í fyrsta lagi svo langt frá því að vera fyndið að það hálfa væri passlegt og í öðru lagi svona öfgakennt og ljótt?

Eiga allir að sjá að þetta sé grín, og kannski hlæja?

hee (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:25

2 identicon

Mikið vona ég að fæst fólk sé það sem þú kallar skynsamt.

hee (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:38

3 identicon

Þessi skrif bera vott um mjög alvarlegan greindarskort.  Hins vegar hef ég mestar áhyggjur af hinni lýðræðislegu umræðu. Ef fólk getur ekki sett fram sýnar skoðanir nema eiga á hættu að lenda í persónulegu skítkasti og hótunum undir yfirskyni að þetta eigi að vera fyndið.

En eigum við að afgreiða þessi skrif á þeim forsendum að drengurinn sé svo vitlaus??? 

Sigurður (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:41

4 identicon

Eru umræddir femínistar að bregðast við með "öfgum" með því að láta lögregluna vita að Gillsenegger var að leggja til að ákveðinn karlmaður ætti að "veita þeim" ósamþykkt kynmök til þess eins að þagga niður í þeim? Er þetta spurning um að vera sammála honum eða ekki?

hee (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:07

5 identicon

Rólegur Stefán.

Gillz stakk bara uppá því að Ásgeir Kolbeins og félagar myndu veita þessum stúlkum smá hlýju sem þeim þær þurfa alveg greinilega.

Ég held að flestir sem virkilega lásu pistilinn hjá stráknum geti verið sammála um að hann var skemmtilegur og fyndinn.  Maðurinn er auðvitað grínisti og skemmtikraftur.
Get ekki séð hvernig hann fór yfir strikið... hvað strik er annars verið að tala um ?

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:11

6 identicon

Ég held maður þurfi að vera sjúkur í hausnum til þess að sjá þennan texta sem lýsingu á einhverri "hlýju". Hann var að mæla fyrir þvinguðum kynmökum til þess að þagga niður í konunum. Andskotinn, það á ekkert skylt við kynlíf.

hee (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:30

7 Smámynd: Anna Lilja

Björn, venjulegt fólk grínast ekki með svona alvarlega hluti. Þú ert hluti af minnihlutahóp sem hefur afar undarlegan húmor.

Fyrir utan það að geta ekki sett fram skoðanir sínar á siðsamlegan hátt er hann nógu vitlaus að halda að hann komist upp með þetta, sem er ekki til þess fallið að upphefja gáfur hans.

Jón, pólitíst ádeila? Er ekki allt í lagi heima hjá þér?

Síðan hvenær urðu meiðyrði og hótanir pólitísk ádeila sem á að heita frjáls og eðlileg? 

og því er einnig slæmt ef menn eiga á hættu að það sem þeir skrifa sé kært, eingöngu vegna þess að ekki eru allir sammála þeim!

Varstu ekki alveg að fylgjast með Jón?

Þetta kemur pólitískum skoðunum nákvæmlega ekkert við. Þetta snýst um meiðyrði og meintar hótanir.

Gunnar -

Ég endurtek bara þau orð sem ég beindi til Björns. Þessi undarlegi húmor ykkar er eitthvað sem virðist vera takmarkað við ykkur og höfund pistilsins.

Ég held einnig að þú hafir farið yfir strikið með því að kalla hann skemmtikraft. 

Anna Lilja, 5.12.2007 kl. 14:40

8 Smámynd: Signý

Ein spurning... Hefur einhver af ykkur sem commenta hérna lesið það sem hann skirfaði eða sagði???

Friður... 

Signý, 5.12.2007 kl. 14:49

9 identicon

Ég bið alla þá sem hafa vit í kollinum að slaka á. Gillz var auðvitað ekki að tala um nauðganir. Hvað er að fólki. Svo skapandi hugsun getur verið ávísun á hjálp fagmanna á geðheilbrigðissviði. Þegar umræðan fer í þennan farveg sem Hildur heldur fram er það bara ekki í lagi. Hún er að halda því fram að í textanum sem hún ekki hefur séð á síðunni hans að hann mæli með nauðgunum. Halló hvaða dómadagsrugl er í gangi.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:49

10 identicon

Mitt svar er já.

hee (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:56

11 identicon

Hversu margir sem eru að tjá sig hérna hafa lesið færsluna sjálfa en ekki bara þvæluna í fréttinni og einhvern útdrátt?

Hildur Edda, þú mátt endilega benda mér á hvar þessar hótanir um kynferðisofbeldi sem þú lest út úr færslunni eru.

Færsluna má finna á spjallborði barnalands, eins viðeigandi og það er!

Það að ljúga því upp á einhvern að hann hafi hótað kynferðisofbeldi er engu skárra en skrif Gillzeneggers! 

Bjarni (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:58

12 identicon

Hann er að lýsa þvinguðum kynmökum sem hafa þann tilgang að þagga niður í þeim sem fyrir þeim verða http://elias.blog.is/blog/athugasemdir/entry/381462/

Þannig að NEI þetta er ekki lygi um eitt eða neitt, einungis einföld túlkun á ljótum og leiðinlegum texta.

hee (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:08

13 identicon

Hahaha, að taka Gillznegger alvarlega, eða taka mark á bullinu í honum er eins og að taka Silvíu Nótt alvarlega. Ef að Silvía Nótt gerði grín af ykkur mynduð þig tilkynna það til lögreglu ?

Maður þarf að vera velsteiktur til að láta skrif Gillz eitthvað á sig fá. Öll síðan er bull, hver einasti stafur !!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:05

14 identicon

Hildur Edda: Rangtúlkun er líka túlkun, rétt eins og hraðakstur er akstur og ofdrykkja er áfengisneysla!

Bjarni (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:25

15 identicon

Ég tek undir að það ætti í raun ekki að virða þennan karakter viðlits eða taka nokkuð mark á honum. En hvað er skrítið við það að benda á það sem Stebbi Fr segir, að þetta séu ógeðsleg skrif? Ég tæki því ekki sem húmor eða fyndni ef það hefði verið ég sem hann hefði verið að tiltaka í þessari færslu sinni og ég er ekki viss um að mamma hans geri það heldur eða löggan.

Annars verð ég að segja að Silvía Nótt átti sína spretti og fígúrur S Barons Cohens eru stórfyndnar. Hið sama er ekki að segja um þetta.

hee (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:37

16 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Fer ekki ofan af því að þetta voru mjög óviðeigandi ummæli og ekki geðsleg. Enda hefur hann staðfest það með því að taka þau út, hann vildi ekki standa við þau er á hólminn kom. Veit ekki hversu mikið mark á að taka á honum, en þetta eru skrif sett fram undir nafni og virkuðu sem alvara. Veit ekki hversvegna ætti að taka skrif fullorðins manns sem gríni. Þetta voru skrif sem túlka mátti sem fúlustu alvöru.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.12.2007 kl. 17:13

17 Smámynd: Signý

1. Fólk verður að átta sig á því að Gillz og Egill Einarsson er ekki sami maðurinn, ekki frekar en Sylvía Nótt og Ágústa Eva séu sama manneskjan.

2. Það eru flest allir sammála um það að þessi bloggfærlsa hans var ekki falleg, né náði því að vera fyndin.

3. Hvergi í þessu tilteknabloggi leggur hann það til að þessum nafngreindu konum sé nauðgað, hann ýjar að því, eða reyndar bara segir það umbúðarlaust að þessar konur séu ekki að fá neitt heima hjá sér, og þess vegna séu þær pirraðar út í karlmenn, að hann telur

4. Hann hefur oft og mörgum sinnum tekið fyrir einhvern einn ákveðin þjóðfélagshóp og rakkað hann niður, hvort heldur það hefur verið á sínu eigin bloggi, á prenti á blaði og meira að segja í heilli bók. Eiga þeir að kæra hann fyrir meiðyrði? eða hótun um ofbeldi einhverskonar?

Ég er rauðhærð, sem er gillz ekki að skapi, og segir hann um rauðhærða á einum stað á heima síðu sinni "Rauðhærðir eru ógeðslegir..." "það vill engin sjá rauðhærða" "rauðhærðir eru ekki fólk" og svo fram eftir götunum, á ég að verða æðislega sár yfir því? Það vita það allir að þessi maður meinar ekki orð af því sem hann segir. Hann er hnetukassi, sem reyndar stundum er gaman af.  

Og eitt það síðasta... hvar akkúrat hótar hann ofbeldi, nauðgun eða annari líkamsmeiðingu?....

Friður! 

Signý, 5.12.2007 kl. 18:37

18 identicon

Þó svo að fólk búi sér til einhverja karaktera eða "alteregó" þýðir það ekki að það sé ekki ábyrgt fyrir sínum orðum og gjörðum. Hvort sem það meinar það sem það segir/skrifar eða ekki. Er enginn ábyrgur fyrir orðum Gillseneggers að þínu mati Signý?

Þú ræður því alveg hverju þú verður sár yfir og hverju þú tekur alvarlega. Ég held ekki að lýsingar hans á því hvað "ætti að gera við þessar konur" hafi verið meintar í fullri alvöru en þær voru samt ógeðslegar, siðlausar og honum til skammar.

Hvernig sérð þú úr þessu að hann hafi verið að tala um hefðbundin kynmök? Óháð því hvað fólki finnst um femínista á það að vita að kynmök virka ekki á þann hátt að þau þaggi niður í femínistum eða láti þá hætta sinni baráttu. Það eru hins vegar þekktar mafíuaðgerðir að beita ofbeldi og/eða hóta því til þess að þagga niður í fólki!

hee (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband