Vandað viðtal við Berglindi

Berglind Ásgeirsdóttir

Sunnudagskastljós Evu Maríu Jónsdóttur fer virkilega vel af stað. Horfði í kvöld á gott viðtal Evu Maríu við Berglindi Ásgeirsdóttur, sendiherra og fyrrum ráðuneytisstjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra OECD. Berglind er virkilega heilsteypt og vönduð kona. Hún er nýlega flutt heim og viðtalið snerist mikið um það hvort að Berglind væri á leið í framboð á einhverjum vettvangi. Ætli að hún fari í forsetaframboð árið 2008? Stórt er spurt, það kæmi mér allavega ekki á óvart.

Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að ekki eigi að vera stjórnmálamaður á stóli forseta Íslands. Það fer best á því að forseti Íslands sé sameiningartákn. Stjórnmálamaður í miðjum klíðum harðrar stjórnmálabaráttu getur á okkar tímum ekki verið afgerandi sameiningartákn. Þetta höfum séð kristallast vel í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem aldrei hefur tekist að vera forseti allra landsmanna, heldur bara þess hóps sem studdi hann í forsetakosningunum 1996. Það er mjög einfalt mál og blasir við.

Í kosningunum 1996 kaus ég (og vann fyrir) Pétur Kr. Hafstein. Það er mikill sómamaður og hann hafði aldrei verið í stjórnmálum og var afgerandi kostur fyrir þá sem vildu að forseti Íslands væri sameiningartákn en ekki pólitískt aktíft bardagaembætti. Ég gæti mjög vel hugsað mér Berglindi Ásgeirsdóttur sem forseta. Ég vil eftir tólf ára forsetaferil Ólafs Ragnars Grímssonar fá þjóðhöfðingja sem aldrei hefur verið í stjórnmálum meir en nokkru sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband