The Third Man

The Third Man

Var að enda við að horfa á klassamyndina The Third Man, frá árinu 1949, með Orson Welles og Joseph Cotten, í Sjónvarpinu. Sannkölluð eðalræma því á þessu sunnudagskvöldi. Þetta er ein af þessum gömlu og góðu sem alltaf á vel við. Er alveg gríðarlega mikill aðdáandi gamalla úrvalsmynda og það er því fátt betra á svona fínu sunnudagskvöldi en að rifja upp gömlu meistaraverk kvikmyndasögunnar. Þetta er góð noir-mynd og vel leikin, mjög skemmtileg áhorfs og gríðarlega flott að öllu leyti. Ómissandi fyrir alla kvikmyndafíkla. Þetta var því ekta popp og kók-kvöld við imbann. Vona að Sjónvarpið færi okkur fleiri svona eðalmyndir í vetur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn Stebbi minn, get því miður ekki verið sammála með að fá að sjá þessa "eðalmynd. 'eg óska frekar að RUV fari að einbeita sér að sýna góðar og skemmtilegar evrópskar myndir sem er verið að gera í Evrópu en að eyða tíma og fjármunum í gamlar skinkur. :-)

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 12:05

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alltaf gaman að sjá góðar evrópskar myndir. Það er hinsvegar líka alltaf skemmtilegt að sjá gamlar eðalmyndir kvikmyndasögunnar, myndir sem eru undirstöður kvikmyndamenningarinnar. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.9.2006 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband