Matarskattur lækkar verulega

Mjólkurvörur

Skv. fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi stefnir í verulega lækkun matarskattsins, sem settur var á árið 1987. Talað er um lækkun um allt að 10%, úr 14% niður í 4%. Það hefur blasað við allt eftir tillögur nefndar Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra, að taka þyrfti afgerandi ákvarðanir um matarverð hérlendis og koma með raunhæfar tillögur að lækka það. Svo virðist nú hafa verið gerst. Skatturinn var settur á í tíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar árið 1987 og sprakk stjórn hans tæpu ári síðar þegar að Sjálfstæðisflokkurinn vildi fella skattinn niður, en Jón Baldvin Hannibalsson, þáv. fjármálaráðherra, sem vaðið hafði eld og brennistein fyrir skattinn, vildi halda honum.

Matarverð hér á landi er alltof hátt og mikilvægt að leita allra leiða til að lækka það. Þetta eru góðar tillögur í þeim efnum, ef rétt reynist sem fram kom hjá Sjónvarpinu í gærkvöldi. Búast má við að leiðtogar stjórnarflokkanna; þeir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, muni kynna tillögur til lækkunar matarverðs í dag eða á morgun. Það er mikilvægt að lækka matarskattinn með krafti og það deilir enginn um það að þetta er gott innlegg í þá átt. Það er kominn tími til að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tryggi hér gott matarverð og ég held að þetta sé það mál sem brenni á langflestu fólki.

Vil annars hrósa Þórdísi Arnljótsdóttur fyrir fagmannlega og góða frétt um þessi mál í fréttatíma Sjónvarpsins í gærkvöldi. Svona á að gera þetta. Það var vönduð frétt og táknræn fyrir stöðu mála eftir lækkun skattsins, enda fór Þórdís í verslun 10-11 og tíndi þar í körfu ýmsar nauðsynjavörur í körfuna sína. Eftir að hafa borgað matvörurnar reiknaði hún út hversu mikið ódýrari matarkarfan myndi verða við lækkun matarskattsins. Góð fréttamennska þetta!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband