Skordýr í matvælum

Það er fátt ömurlegra en að finna skordýr í matvælum. Finnst þessi saga af bjórlegnu skordýrunum þó einkar áhugaverð. Þær hljóta að hafa dáið sælar þessar pöddur í bjórleginum hafi þær ekki verið dauðar áður en þær enduðu í guðaveigunum. Við fáum annars alltaf öðru hverju svona skordýrafregnir eða einhvers konar lítt spennandi aukahlutir séu í matvælum. Fræg var umræðan um músirnar í Bónus fyrr á árinu, en þær voru er allt kom til alls bara sárasaklausar kartöflur á tilboðsverði sem runnu út.

Hef blessunarlega sloppið við svona skordýr í matvælum mínum að mestu. Lenti þó einu sinni í því þegar að ég var að borða KEA skyr fyrir nokkrum árum upp úr dollunni að finna pöddu er ég var búinn með sirka einn þriðja af henni. Dollan fór í ruslið með það sama. Eftir á kom smá samviskubit yfir að hafa ekki komið pöddunni í jarðarberjasykurlegna skyrinu til eigenda sinna hjá Norðurmjólk.

mbl.is Fann skordýr í jólabjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband