Einstæð kona látin í íbúð sinni í marga daga

Samkvæmt fréttum fannst lík einstæðrar konu í öryrkjablokkinni í Hátúni fyrr í vikunni, en hún hafði verið látin í rúmlega viku áður en hún fannst. Það hlýtur að vera sorglegt hlutskipti að vera einn og yfirgefinn á dauðastundinni og finnast ekki fyrr en löngu síðar. Maður einhvern veginn fyllist dapurleika og máttleysi við að lesa fréttir af því að fólk finnist eftir að hafa verið látið í marga daga án þess að nokkur verði við það var.

Þetta er því miður oftast nær fólk sem á enga að og lifir eitt sínu lifi, og deyr eitt skiljanlega samhliða því hlutskipti. Mér finnst það einhvernveginn vera mikilvægt að fólk eigi einhverja að og geti lifað glatt við sitt og hafi notalegan félagsskap í gegnum lífið, hvort sem það er ungt eða gamalt. Það er skelfilegt að skynja það að til er fólk í samfélaginu okkar sem er alveg eitt og yfirgefið og deyr án þess að eiga engan að.

Sérstaklega finnst mér það dapurlegt að fólk sé látið í íbúð sinni á aðventunni svo lengi án þess að enginn verði við það var. Er kærleikurinn og ástúðin í þessu samfélagi að gufa upp? Það er stórt spurt, en oft verður fátt um svör. Mér finnst þetta staðfesta breytingar á samfélaginu. Við erum kannski öll orðin of upptekin af okkur sjálfum til að gefa af okkur.

Við verðum að hugsa um hvert samfélagið stefnir, enda er svona nokkuð varla eðlilegt í raun. Fyrst og fremst er undrunarefni að þetta gerist í öryrkjablokkinni. Fær fólk, þó eitt sé í íbúð enga umönnun eða er ekkert eftirlit með því dögum saman?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Því miður eru þess dæmi að fólk lokar á alla og vill bara vera eitt, þannig geta svona hlutir gerst, en sorglegt er það þegar einhver er svo vansæll að hann vill enga hitta.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, Ásdís mín, það er vissulega sorglegt þegar að fólk lokar sig sjálft af og vill vera eitt og yfirgefið. Finnst samt merkilegt að þetta geti gerst í húsnæði Öryrkjabandalagsins þar sem það hefur ýmislega aðstoð og á varla að geta verið gjörsamlega eitt vikum saman. Væri kannski eðlilegra ef þetta væri kona úti í bæ, en ekki í sambýli fólks eins og er t.d. í Öryrkjablokkinni. Þetta hlýtur að kalla á einhverja uppstokkun hjá þeim í Hátúni. Þetta hefur gerst áður þarna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.12.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

Ef thettad er oryrkjablokk er ekki starfsfolk thar?Hmmmm eitthvad gruggugt

Ásta Björk Solis, 7.12.2007 kl. 19:41

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Þetta er mjög sorglegt. Það að fá íbúð í hjá Brynju sem er húsfélag ÖBÍ er ekki nein trygging fyrir öðru en húsnæði sem er tiltölulega öruggt ef þú hagar þér skikkanlega og borgar leiguna.

Það er engin þjónusta innifalin, þó í sumum sé húsvörður en hann fylgist bara með göngum ekki íbúunum sjálfum.

Í þeirri öryrkjablokk sem ég bý í er ekki húsvörður og formaður Hússjóðs Brynju Helgi Hjörvar fullyrti það  hér fyrir rúmu ári að það tíðkaðist ekki nútil dags að hafa húsverði og við það situr.

Sú þjónusta sem fólk getur fengið SÆKI ÞAÐ UM ÞAÐ SJÁLFT er á vegum félagsþjónustunnar annars vegar og heimahjúkrunar hinsvegar. Punktur basta.

Öryrkjablokkirnar eru eins og hverjar aðrar blokkir án þjónustu. Þær stærstu og elstu barn síns tíma og verið er að vinna í að laga ástandið þar með ýmsum aðgerðum sem skrifað hefur verið mikið um, þó mest af vanþekkingu þeirra sem ekki nenna að kynna sér málin.

Í þessum íbúðum eins og öðrum er friðhelgi einkalífsins virt enda eru það mannréttindi. Hitt er svo annað mál félagsleg einangrun er þjóðarböl og fátækt meðal öryrkja gerir þá svo lamaða að margir eru ekki færir um að sækja þá aðstoð sem þó er í boði. Já og nota bene fyrir hana þarf að greiða í langflestum tilvikum.

Æ ætlaði ekki að skrifa ritgerð bara varð að tjá mig aðeins um þetta

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 8.12.2007 kl. 00:31

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir þetta innlegg Ása. Met mikils að fá það, enda gott að vita meira um það hvernig staða mála þarna er. Þetta er virkilega sorglegt mál, en svona er þetta víst.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.12.2007 kl. 00:54

6 identicon

Mig langar ekkert að koma með einhver tilgangslaus komment en var að segja það að það er ánægjulegt að sjá að jólaandinn búi allavega í sumum okkar.

Tandri Gauksson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 02:22

7 identicon

Stefán minn,mér finnst gott hjá þér að koma þessu upp á yfirborðið. Ég persónulega vissi af einu svipuðu fyrir stuttu.4 til 5 dagar. Það var svona tilfelli eins og Ásdís lýsir,í fyrstu aths,allavega keimlíkt. Það er miklu meira um þetta en fólk og STJÓRNVÖLD VILJA VITA AF. það eru svo margir sem draga sig í hlé útaf bágum kjörum,það dettur smátt og smátt út af GNÆGTARBORÐI  SAMFÉLAGSINS.Það finnur sig afskipt.  Jafnvel er það svo slæmt sum staðar að hinir nánustu týna tölunni líka (í umönnum o,fl) vegna félagslegra aðstæðna viðkomandi.Það fólk sem að er að lenda í þessu er mikið til fólk sem vann HÖRÐUM HÖNDUM VIÐ AÐ KOMA ÞJÓÐINN TIL ÞESS SEM HÚN ER Í DAG.   ÞAÐ ÁTTAR SIG svo á því að það er ekki lengur ARÐVÆNT OG ER FYRIR. þAÐ VERÐA MÖRG SKIPBROTIN VIÐ SVONA STRÖND----ÚT VIÐ YSTU SJÓNARRÖND!         ÞVÍ AUGU MARGRA vilja ekki sjá!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 03:52

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

 Ég er búin að vinna við heimaþjónustu og innlit í 10 ár og við vitum alveg af fólki sem vill ekki þyggja þjónustu okkar, af ýmsum ástæðum og þá hvorki getum við, né megum troða okkur þar inn. Við reynum samt að fylgjast með eins vel og við getum...Það er  hrikalega erfitt að vera alvöru öryrki og berjast við kerfið, það þarf að hafa heilbrigða sál í hraustum líkama til að geta það og þar koma platöryrkjarnir sterkir inn, kannski á kostnað hinna.....

Jónína Dúadóttir, 8.12.2007 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband