Birna Lár gefur kost á sér

Birna Lárusdóttir

Ég sé að Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur tilkynnt um framboð sitt fyrir komandi þingkosningar. Það er gleðiefni. Hún er góður kvenkostur fyrir flokkinn í Norðvestri fyrir komandi kosningar. Birna hefur verið mjög öflug í innra starfi flokksins og t.d. verið kjörin með afgerandi hætti í miðstjórn fjórum sinnum á landsfundi. Kynntist fyrst Birnu á landsfundinum 2001, þegar að hún fór í annað sinn inn í miðstjórn. Virkilega öflug kona og sterkur valkostur fyrir sjálfstæðismenn ofarlega á lista að mínu mati.

Það verður reyndar mest spennandi að sjá hvort það verður stillt á lista eða boðað til prófkjörs hjá flokknum í kjördæminu. Hef heyrt orðróm þess að þar eigi að stilla upp. Veit ekki hvað verður, en það styttist í kjördæmisþing flokksins, en það verður haldið 7. og 8. október, helgina á undan okkur hér í Norðaustrinu. Allir þrír þingmenn flokksins í kjördæminu ætla sér að halda áfram, svo að það stefnir í spennandi tíma þarna og gott mál að fólk sé farið að gefa upp vilja til framboðs. Það er allavega gleðiefni að fólk eins og Birna Lár skellir sér í slaginn.

mbl.is Birna Lárusdóttir gefur kost á sér á lista Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband