Kristinn Pétursson í frambođ

Kristinn Pétursson

Á laugardag tilkynnti Kristinn Pétursson, fyrrum alţingismađur, um ţá ákvörđun sína ađ gefa kost á sér í 2. - 3. sćti á frambođslista Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi. Kristinn tók sćti á Alţingi fyrir Austurlandskjördćmi í mars 1988 ţegar ađ Sverrir Hermannsson var skipađur bankastjóri Landsbanka Íslands og átti sćti á ţingi til loka kjörtímabilsins en féll í kosningunum 1991. Kristinn hefur alla tíđ veriđ ófeiminn viđ ađ hafa skođanir á mönnum og málefnum og oft látiđ harkalega í sér heyra og oft ekki vílađ fyrir sér ađ gagnrýna međ einbeittum hćtti flokkssystkini sín.

Kristinn hefur veriđ ţekktur fyrir ađ vera einkum laginn viđ ađ láta í sér heyra á kjördćmisţingum eđa landsfundi og tala fyrir sínum skođunum, einkum og sér í lagi á sjávarútvegsmálum. Hann er enda fiskverkandi á Bakkafirđi. Hafđi ég heyrt margar sögur af honum lengi og vel áđur en ég fór á kjördćmisţingiđ hér í Norđaustri haustiđ 2002 á Egilsstöđum, skömmu eftir sameiningu flokksstofnanna í Norđurlandskjördćmi eystra og Austurlandskjördćm. Á ţessu sama ţingi var ákveđiđ ađ stilla upp fyrir kosningarnar 2003.

Á ţessu kjördćmisţingi flutti Sigríđur Ingvarsdóttir, ţáv. alţingismađur, kjarnmikla og settlega rćđu, ađ mestu um sjávarútvegsmál. Sigríđi mćltist vel og hún kom virkilega vel fyrir. Í kjölfar rćđunnar kom Kristinn í pontu og veittist harkalega ađ skođunum Sigríđar á kvótakerfinu og gaf lítiđ fyrir hana né rćđuna. Ţau tókust á ţarna í heillangan tíma um sjávarútvegsmál og áttu mjög fátt sameiginlegt, svo vćgt sé til orđa tekiđ hreinlega. Ţetta var ótrúleg rimma og gleymist fáum sem ţarna voru. Kristinn hefur allavega aldrei fariđ trođnar slóđir.

Nú munu Sigga og Kristinn takast á um sömu sćti, en ţađ liggur í loftinu ađ hún muni ennfremur sćkjast eftir 2. - 3. sćtinu. Veit ekki hvernig Kristni muni ganga en svo mikiđ er víst ađ hann mun rćđa um sjávarútvegsmál međ sínum rótgróna hćtti í prófkjörsslagnum, ef ég ţekki hann rétt.

mbl.is Kristinn Pétursson býđur sig fram í Norđausturkjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband