Kuldaleg vanvirðing fyrir slösuðu fólki

Það er afskaplega ljót sagan af þeirri kuldalegu vanvirðingu sem ökumaðurinn á Reykjanesbraut sýndi með því að keyra í gegnum slysstaðinn síðdegis á fimmtudaginn. Hef heyrt svosem ýmislegt af þessu eftir skrif mín á fimmtudagskvöldið þar sem ég vék að þessu. Það er mjög dapurlegt að fólk sé svo önnum kafið í lífsgæðakapphlaupi sínu að það geti ekki virt tilmæli lögreglu og slysaflutningamanna að loka slysstað af til að hlúa að fólki.

Það nístir mig eiginlega algjörlega inn að beini að heyra svona sögur, enda verður vanvirðingin fyrir öðru fólki og sorglegum aðstæðum þeirra eiginlega varla meiri. Þetta er ljótur vitnisburður á hugsunarhætti fólks. Það er eiginlega ekki hægt að segja annað. Hvað er svo mikilvægt í tilverunni að fólk taki þá ákvörðun að keyra í gegnum slysstað og setji sjálft sig og aðra í stórhættu?

Fólk verður alvarlega að fara að hugsa sinn gang að mínu mati. Það er til marks hnignandi samfélagi að mínu mati að heyra af svona framkomu fólks á slysstað, þar sem fólk hefur slasast alvarlega og þarf á aðhlynningu að halda. Geti fólk ekki sýnt slíkum störfum þá virðingu að bíða og eða að leggja því hjálparhönd er eitthvað mikið orðið að þessu samfélagi sem við lifum í.

mbl.is Stórhætta á slysavettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband