...að deyja einn og yfirgefinn

Það hlýtur að verða öllum umhugsunarefni að fólk sem býr í húsnæði á vegum Öryrkjabandalagsins deyi eitt og yfirgefið og finnist ekki fyrr en rúmlega viku síðar. Þetta mál sló mig svolítið í gær og mér fannst mjög mikilvægt að skrifa um það. Held að öllu fólki með mannlega taug blöskri að ekki sé betur hlúð að fólki og það geti svona farið, að það finnist seint og um síðir í húsnæði þar sem að öllum eðlilegum forsendum gefnum sé litið til með því, að allavega einhverju leyti. Það verði ekki eitt marga daga í einu hið minnsta.

Síðustu árin hefur umfjöllun af svona málum aukist að mér finnst. Það er vissulega ekki nýr hlutur heimsins að fólk lifi og deyi eitt og yfirgefið. Sumir hafa vissulega valið sér það hlutskipti að vera einstæðingar, lifa í kyrrþey síðustu ár ævi sinnar og vilja ekki vita af neinum, jafnvel eigi ættingja sem það eigi engin samskipti við. Það hlýtur að vera napurlegasta hlutskipti hvers einstaklings að vera einn og yfirgefinn, vera í skugga mannlífsins. Það eru örlög sem sumir velja, en aðrir lenda í aðstæðna sinna vegna.

Það er ekki eðlilegt að fólk verði svona algjörlega eitt og yfirgefið í húsnæði á borð við öryrkjablokkina. Þar ætti að vera hugsað um fólk að minnsta kosti að því leyti að það fái einhverja félagslega aðstoð og eftirlit. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa í húsnæði af þessu tagi. Það gildir kannski öðru búi fólk í eigin húsnæði úti í bæ og ekki á vegum neinna félagasamtaka eða félagslegu húsnæði af öðru tagi.

Þetta er svolítið stingandi sérstaklega á aðventunni. Þetta hefur gerst áður að mig minnir í Öryrkjablokkinni. Það er eðlilegt að farið verði eitthvað yfir þessi mál. Á þessum tímum velsældar og auðs í samfélaginu er þetta svolítið sláandi dæmi um mannlega eymd og einmanaleika þeirra sem minnst mega sín. Þetta er vandi sem þarf að tala um hreint út.


mbl.is Var ekki vitjað í rúma viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Riddarinn

Þolir þú ílla að fólk komi með athugasemdir við greinarnar þínar sem eru þér ekki hliðhollar .

Er þetta svona svona sleiktu mig eða eigðu þig bara.

Hvernig er þegar fólk sem þolir ekki athugasemdir er gift, gengur það upp svona allra jafna.

Þetta er svona eins og þegar einræðisherrar eru við stjórn, þeir sem ekki eru yfirvaldinu að skapi eru bara látnir hverfa.

Riddarinn , 8.12.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hika ekki við að fjarlægja komment hér sem eru persónulegar árásir að mér og ómerkileg ummæli í minn garð. Gerist það er lokað á þá sem skrifa for good. Það er algjör lágmarkskrafa hér að fólk skrifi málefnalega og án persónulegra leiðinda. Það fólk fær ekki að kommenta framar sem þannig skrifar.

Það hafa margir verið ósammála hér en verið málefnalegt við það og ég hef rætt málin við það hér. Það eru öll komment birt sem eru eðlileg. Hér hafa mörg komment birst þar sem fólk er ósammála mér en tjáir sig með almennilegum hætti, án skítkasts og leiðinda. Ef fólk kommentar og byrjar með hreinum leiðindum í minn garð er því hent út.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.12.2007 kl. 16:14

3 identicon

Gott hjá þér Stefán. Er sammála því að það er fyrir neðan allar hellur hvernig sumir finna hjá sér þörf fyrir að drulla yfir fólk, eins og sagt er. Það er það leiðinlega við kommentin að sumir finna hjá sér þörf fyrir að ráðast persónulega að fólki. Held að viðkomandi ættu að leita sér annarra leiða til að fá útrás fyrir skapvonskuna í sér.

Þórhildur (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 17:31

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér góð orð Þórhildur. Það er auðvitað ekki hægt að líða persónulegar árásir á eigin vef og þessi lokun á kommentum er komin til að vera. Hafði þetta galopið í nokkuð langan tíma og það var ekki ein einasta vika allan þann tíma þar sem ekki voru leiðinleg komment með persónuníð og ógeði. Held að ég hafi liðið þetta ansi lengi og gefið ansi marga sénsa. Að því er nú komið að lás er á þessu. Það er leiðinlegt þegar að svörtu sauðirnir eyðileggja fyrir öllum en svona er þetta.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.12.2007 kl. 19:04

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég á ekki orð, - ég er gáttuð, - ég hélt að það væri óhugsanlegt að slíkt gerðist í húsnæði öryrkjabandalagsins. Ég stóð í þeirri trú að þar væru regluleg, skipulögð innlit til íbúanna, daglega, eða ekki færri en á 3ja daga fresti hjá þeim frískari, sem mér þykir lágmark. Mér er brugðið - hvert stefnir þetta þjóðfélag?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 22:33

6 identicon

Þetta eru allt leiguíbúðir,þarna eru að vísu vaktmenn,en engum ber skylda til innlits,og ekki borða allir í mötuneytinu...................það er þar sem skóinn kreppir,sinnuleysið.

Margrét Sig (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband