Ævintýraleg svikamylla Darwin-hjónanna

Darwin Hún er allsvakaleg svikamyllan sem Darwin-hjónin hafa spunnið, til þess eins að bæta fjárhaginn sinn. Það er ekki undarlegt að synir þeirra hafi afneitað þeim, enda ljóst að pabbinn hafi búið heima eftir "dauða sinn" án þess að þeir hafi vitað af því í þrjú ár. Það má vera heldur betur ósvífið fólk sem spinnur annan eins vef ómerkilegheita, bara fyrir peninga og án þess að hugsa um þá sem næst þeim standa.

Finnst það eiginlega helst standa eftir hvað hjónin seildust langt til að blekkja alla í þessu sjónarspili sínu. Þau misstigu sig þó heldur betur með því að láta mynda sig saman, eftir þrjú ár við að spinna lygavef af þessu tagi hlýtur það að teljast ævintýralegt klúður. Sá á fréttastöð í gærkvöldi yfirlýsingu frá sonunum sem vilja ekkert meira af foreldrum sínum vita eftir þetta mál. Reiði þeirra er heldur betur skiljanleg.

Fyrst þegar að ég heyrði af þessu máli í vikubyrjun fannst mér tilviljanirnar eiginlega ótrúlega miklar. Það var eitthvað í þessu sem gekk ekki saman. Var eiginlega of ótrúleg flétta til að vera sönn. Enda reyndist of ævintýraleg fyrir raunveruleikann. Veit svosem ekki hvað margir hafa reynt að svíkja út tryggingarnar sínar, en ég held að þetta sé svæsnasta atburðarás þess í manna minnum.

Það má telja nokkuð öruggt að bæði hjónin þurfi að dvelja á bak við lás og slá næstu árin vegna þessa sjónarspils. Það sem í upphafi virtist dramatískt mál með mörgum spurningum er nú orðið að hreinum fjölskylduharmleik, þar sem of langt var seilst í svikamyllu, sem að lokum fór algjörlega úr böndunum.

mbl.is Bjó í fylgsni á heimilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Rúnar Kristinsson

Góð grein, skil þetta miklu betur núna... Þurfa þau ekki að borga tilbaka sem þau sviku út úr tryggingunum? Hvað helduru að það hafi verið mikið?

Kristinn Rúnar Kristinsson, 8.12.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér dettur bara eitt orð í hug um svona fólk  "hálfvitar" að geta gert börnunum sínum þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Kristinn: Takk fyrir góð orð. Jú, það hlýtur að vera að tryggingarnar taki allt það af þeim sem þau fengu áður, sem er skv. fréttum allt það sem þau notuðu til að byggja sér upp líf í Panama. Er ábyggilega talsverð fúlga, ekki sjúr samt á upphæðinni. Þau verða kannski gerð upp vegna þessa, miðað við það að þau hafi verið stórskuldug áður.

Ásdís: Já, það er sá þáttur þessa sem er mest sláandi. Það hlýtur að þurfa að vera mjög kaldrifjaður til að leika þennan leik framhjá börnum sínum og halda andliti allan tímann. Þetta er hreinn viðbjóður bara.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.12.2007 kl. 21:15

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst þetta alveg hræðilegt sonanna vegna.

Þar fyrir utan skil ég ekki hvernig nokkur maður getur fengið af sér að sólunda sjálfviljugur heilum þremur árum af ævi sinni innilokaður í fylgsni á bak við fataskáp! (þó svo að hann hafi sjálfsagt laumast aðeins út inn á milli). Til hvers voru þá millurnar sem þau sviku út? Sat hann kannski og taldi peningaseðla þessa 1095 (eða svo) daga?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2007 kl. 22:50

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jamm, algjörlega sammála þér Gréta. Skil ekki svona fólk. Það að lifa svona lífi í rúma þúsund daga hlýtur að vera ömurlegt og eiginlega óskiljanlegt að nokkur vilji fórna hamingju sinni eða fjölskyldunnar fyrir svona sjónarspil.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.12.2007 kl. 23:46

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta er hreint ótrúleg bíræfni! Að öllum líkindum krefur tryggingafélagið bæturnar sér endurgreiddar í sakamálinu sem væntanlega verður höfðað gegn þessu fólki. Glæpir hafa yfirleitt aldrei borgað sig, nema helst þegar einhverjum verulegum fjármunum hefur verið rænt, t.d. hið fræga lestarán sem framið var snemma  á 7da áratugnum á Englandi. Það hefur sennilega ekki enn verið upplýst að fullu þrátt fyrir gríðarlega rannsókn á vegum frægustu lögreglu heims Scotland Yard. Þó náði réttvísin til a.m.k. eins þeirra lestarræningja en ef Mosi man rétt þá náði sá krimmi að sleppa út úr rammgerðu tugthúsi á ævintýralegan hátt.

Þetta fólk hefur aflað sér umdeildrar frægðar og er að öllum líkindum best geymt bak við lás og slá úr því sem komið er. 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2007 kl. 10:41

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, alveg sammála því Guðjón. Þetta er ótrúleg bíræfni. Það er svakalegt að geta blekkt börnin sín svona lengi og líka bara að geta lifað svona lífi. Þau eiga eftir að fá þungan dóm og ekki undrunarefni að synirnir vilji ekki meira af foreldrunum vita.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.12.2007 kl. 10:44

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hm, skyldi kallinn nokkuð fá mildari dóm en spúsan, þar sem hann hefur nú þegar afplánað þrjú ár, að vísu sjálfviljugur?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband