Ósvikin jólastemmning hjá Bó Hall í Höllinni

Björgvin og Sigga Það hefur eflaust verið ósvikin jólastemmning hjá Björgvini Halldórssyni og gestum í Höllinni í dag. Bó fyllti Höllina þrisvar og geri aðrir betur á jólatónleikum. Annars er með ólíkindum að hann hafi ekki haldið jólatónleika áður. Björgvin hefur sungið mikinn fjölda jólalaga og meðal annars gefið út fjórar sérstakar jólaplötur í eigin nafni með gestum, en sungið á fleirum í gegnum tíðina.

Fagmennska hefur löngum einkennt verk Björgvins. Hann hefur jafnan ekki gefið út efni eða haldið tónleika nema að hvert smáatriði sé vandlega úr garði gert. Það sést einna best af tónleikunum hans með Sinfó í fyrra, sem voru fullkomnir í gegn. Skildist á fréttum að á jólatónleikunum væri jólastemmning par excellence; heitt súkkulaði, piparkökur og ýmislegt fleira í boði. Það er spáð í alla þætti.

Á myndinni eru Bó og Sigga að syngja eitt jólalag saman. Væntanlega hefur það verið hið frábæra Nei, nei ekki um jólin, sem Sigga söng með HLH-flokknum á jólaplötunni þeirra fyrir rúmum tveim áratugum. Algjörlega ómissandi lag í desember. Það er að sjálfsögðu í tónlistarspilaranum hér á vefnum.

Þar eru reyndar fleiri frábær jólalög með Björgvini, t.d. dúettar hans með Svölu, Ruth og Siggu á öðrum lögum, jólalögum með ítölsku ívafi. Þar er ennfremur dúett hans með Ellý Vilhjálms, Jólafrí, en ég held að það sé eina lagið sem þau sungu saman opinberlega.

mbl.is Björgvin í jólaskapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband