Egill verður bleikur fyrir femínistana

Egill Helgason Það var skemmtilega skondið að sjá Egil Helgason semja frið við femínistana í Silfri Egils fyrir stundu og verða bleikur fyrir þá með táknrænum hætti með því einu að breyta settinu sínu. Vantaði bara neon-skiltið; ég er femínisti! í settið. Með þessu hlýtur að teljast lokið harkalegum deilum Egils við forystukonur svokallaðra öfgafemínista; Katrínu Önnu, Drífu og Sóleyju Tómasdóttur, sem náðu hámarki með því að þær vildu ekki mæta til hans.

Þetta er líka svolítið áberandi friðarhugur í beinni útsendingu. Það vantaði bara að Egill væri með friðarpípuna upp í sér. Það hefur reyndar verið ansi harkalega ráðist að forystukonum femínistanna. Man ekki eftir harkalegri átökum lengi og sennilega er Sóley Tómasdóttir ein umdeildasta konan í samfélaginu; beinlínis hötuð víða. Samt er hún ein af valdakonunum í Reykjavíkurborg, með talsverð völd og er t.d. ritari vinstri grænna, forystukona þar innan borðs.

Egill virkaði mjög hress og kammó með þeim valkyrjunum áðan. Blár hefur verið einkennislitur þáttarins í mörg ár. Nú er hann orðinn bleikur. Verður bleiki liturinn í bakgrunni Egils hér eftir? Það verður spennandi að sjá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Meistara Egil setti verulega niður fyrir þennan einstaka þátt í mínum huga. Venjulega iðar maður allur í stólnum, lifnar við í höfðinu og hlær eða hrærist með, en nú var annað uppi á teningnum. Þrefaldi femínistafyrirlesturinn var eiginlega hæfur endir á afar slöppum þætti, vegna þess að lífleg umræða með mótrökum átti sér hreinlega ekki stað.

Sögulegt afhroð íslenskra fjármálafyrirtækja var afgreitt nokkuð auðveldlega, þar sem hver hluti þess var yfirgefinn einmitt þegar eitthvað bitastætt birtist. En aðallega smaug klisjukenndur klám- vændis- mansals- andáróður Urðar Verðandi og Skuldar þarna lítt gagnrýnt inn í hvert mitt bein, eins og ég væri fastur á fyrirlestri feministadeildar Vinstri grænna með vökustaura eins og í Clockwork Orange kvikmyndinni forðum. Maður vildi halda áfram í von um gagnrýni Egils, en var þannig plataður allt til enda.

Ekki gera venjulegu fólki þetta, Egill, þótt þig langi til að semja frið við þessa fáu en háværu lesendur / hlustendur sem róttækir femínistar eru (þú lest þetta örugglega). Það verður að vera Yin og Yang í hverjum þætti, ekki hvorugt.

Ívar Pálsson, 9.12.2007 kl. 14:08

2 identicon

Mér finnst nú Egill hafa lagt gildru fyrir "tríóið". Ég man ekki betur en þær hinar sömu hafi kallað það "prinsessuviðtöl" sem kallarnir hafi fengið þegar enginn var þeim ansnúinn í rökræðum um ýmis mál. Þær mótmæltu líka um daginn að kynjahlutföll væru skökk hjá fjölmiðlum og vildu ekki koma í þáttinn hjá Agli. Mér telst til að skekkjan hafi verið töluverð núna þar sem þær voru þrjár á móti engum (eða einum ef Egill telst vera viðmælandi) !! Eru þær ekki með timburmenn eftir slíkt viðtal ??

Mér finnst Egill vera bara betri maður eftir þetta. 

Jóhann G Jóhannson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:14

3 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Bara pirrandi að RUV skuli ekki hafa vefinn í lagi, enginn linkur virkaði í kvöl

Núna er ég að horfa aftur á Silfrið frá 2. des.  Þau eru að tala um lífskjaraskýrsluna, auðvitað er Ísland best. Kolbrún bara í neikvæðnisgírnum enda ekki við öðru að búast.  Kemur ekki gamla klisjan um að Íslendingar vinni svo mikið, ég hef nú kynnst hverjir vinna mikið.  Við Íslendingar erum nú bara "hálfsdags kerlingar" miðað við vinnulíðinn hér í Ameríku.  Hér er unnið sex daga vikunnar, byrjað kl. 7 og unnið til 18 á kvöldin.

Hvaða vitleysa er þetta með litavalið á settinu hjá Agli, núna má ekki setja stelpur í bleikt og stráka í blátt á fæðingadeildinni.  Settið verður að vera litlaust þannig að hlutleysis kynnjana sé gætt, er þetta ekki broslegt.

Góðar stundir og svefn

Guðmundur Jóhannsson, 10.12.2007 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband