Um öryggisþjónustu og sögulegar hliðar hennar

Steingrímur Hermannsson

Um fátt hefur verið rætt meira síðustu daga en tilvist öryggisþjónustu fyrr á árum eftir greinaskrif Þórs Whitehead í Þjóðmálum. Ég fékk ritið sent heim til mín fyrir helgina. Á laugardaginn hafði ég góðan tíma og fór í að lesa Þjóðmál, sem er eins og ávallt áður vandað undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þetta eru virkilega áhugaverð skrif hjá Þór og hiklaust það besta og jafnframt áhugaverðasta í Þjóðmálum að þessu sinni. Þór á auðvelt með að skrifa læsilegan og góðan texta, en ég hef áður lesið góðar bækur hans um stríðsárin á Íslandi, en hann hefur ritað margar áhugaverðar bækur um sögu mála á þessu tímaskeiði.

Í kvöld var athyglisvert viðtal við Steingrím Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, í Íslandi í dag. Hann var dómsmálaráðherra í síðari vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar, árin 1978-1979, og eftirmaður Ólafs í ráðuneytinu en hann gegndi embættinu samfellt í sjö ár, 1971-1978, fyrstu þrjú árin í eigin ríkisstjórn og síðar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Telur Steingrímur óhugsandi að Ólafur hafi ekki vitað um öryggisþjónustuna, sjálfur hafi hann ekki haft hugmynd um hana. Steingrímur fer yfir þessi mál með góðum hætti og þetta var virkilega áhugavert viðtal sem Kristinn Hrafnsson tók við hann.

Það er fátt annað betra þessa dagana fyrir alla stjórnmálaáhugamenn en fá sér Þjóðmál og lesa þessa góðu og vönduðu grein Þórs. Virkilega áhugavert að lesa. Hvet alla til að gerast áskrifendur að Þjóðmálum á andriki.is. Þetta eru vönduð rit sem taka fyrir spennandi málefni. Það er alveg ljóst að þessi mál verða mikið rædd allavega á næstunni, enda eru þetta merkileg upplýsingar sem afhjúpast þessar vikurnar er tilkoma hennar verður almannarómur. Tek ég þó undir með Steingrími í viðtalinu með að skiljanlegt sé að þessu hafi verið komið á fót. Það verður enda að átta sig á þetta að þetta voru viðsjárverðir tímar sem þarna voru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband