Snarpur þingvetur að hefjast

Alþingi

Snarpur þingvetur er að hefjast á kosningamisseri. Á mánudag verður Alþingi sett af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum félagsmálaráðherra, starfsaldursforseti Alþingis, mun stýra fyrsta fundi þingsins. Eftir afsögn Halldórs Ásgrímssonar er Jóhanna orðin sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Hún hefur verið á þingmaður frá alþingiskosningunum 1978, en Jóhanna kom inn á þing í vinstrisveiflunni það vor. Að öllu óbreyttu stefnir í að Jóhanna verði áfram aldursforseti á næsta kjörtímabili, en hún hefur þegar tilkynnt um að hún ætli fram í kosningunum að vori.

Ég held að þetta verði mjög spennandi þingvetur sem er framundan. Það verður fróðlegt að sjá fjárlagafrumvarpið og stöðu mála hvað það varðar. Einkum verður áhugavert að sjá hvað ríkisstjórnin ætlar að gera varðandi lækkun matarverðs, sem er lykilmál. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar voru í fréttum um helgina, en enn virðist vera unnið að niðurstöðu sem verði til fyrir upphaf þinghalds. Þær viðræður eru greinilega enn á viðkvæmu stigi, ef marka má það að Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, vildi ekki veita viðtal í gær. Brátt mun svo ráðast framtíð varna landsins.

Það verður fróðlegt að heyra fyrstu stefnuræðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, að kvöldi 3. október, en þar verður í raun farið yfir mál kosningavetrarins og áherslumálin í aðdraganda þingkosninganna. Mitt í önnum þingsins verða þingmenn í prófkjörum og hætt við að einhverjir þeirra muni falla í þeim darraðardans öllum. Þetta verður því þungur vetur fyrir einhverja þingmenn. Miklar breytingar hafa reyndar orðið á þingskipan, en alls 14 alþingismenn hafa annaðhvort hætt nú þegar á þingi eða munu hætta í kosningunum að vori. Auk þeirra munu einhverjir ekki ná kjöri.

mbl.is Þing kemur saman í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband