Hugsað til Washington

Þinghúsið

Hugurinn leitaði ósjálfrátt til Washington þegar að ég leit á vef Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, og sá þar myndir hennar frá Georgetown. Það eru núna nákvæmlega tvö ár síðan að ég hélt ásamt þeim sem ég var með í utanríkismálanefnd SUS á sínum tíma til Washington. Það var alveg yndisleg ferð og virkilega skemmtileg. Við skoðuðum alla sögustaðina og fundum borgarstemmninguna. Þetta er í fyrsta skipti í borgarferð sem ég hef varla viljað fara heim. Stemmningin var alveg nákvæmlega eins og ég vildi helst. Mér leið hreinlega eins og ég hefði aldrei verið annarsstaðar. Merkileg tilfinning og svona líka virkilega notaleg.

Borgin er táknmynd fyrir stjórnmálasögu Bandaríkjanna og sögu heimsins. Þar hafa örlög heimsins jafnan ráðist, þar situr valdamesti maður heims á valdastóli og stjórnar öflugasta ríki samtímans. Það jafnast fátt á við að fara til Bandaríkjanna, og fyrir stjórnmálaáhugamann var auðvitað einstakt tækifæri að fara þangað innan við fjórum vikum fyrir forsetakosningar í landinu, en þegar að við fórum í októberbyrjun 2004 snerist allt um forsetakosningarnar milli Bush og Kerry. Ég hafði lengi viljað fara til Washington, segja má að ég sem þyki vera frekar mikill áhugamaður um stjórnmál og söguna hafi lengi beðið færis á að heimsækja þessa borg borganna.

Ég skrifaði ítarlegan pistil um ferðina og fór þar yfir allt sem mér þótti mikilvægast að fara yfir. Mér fannst alveg draumur að fara í Georgetown. Ég tók eitt mesta flipp í bókakaupum í Barnes and Noble þar. Keypti ég þar ítarlega yfirlitsbók um forsetaembætti Bandaríkjanna og umfjöllun um forseta landsins, ævisögu Dennis Hastert, umdeilda bók Kitty Kelley um Bush fjölskylduna, The American Evita, bók sem fjallar um Hillary Clinton með allt öðrum hætti en ævisagan hennar, og síðast en ekki síst ævisögu Lou Gannon um Ronald Reagan. Þetta var paradís á jörðu að fara þarna og ég held að þau sem voru með mér hafi haldið að ég tæki flog áður en yfir lyki. :)

Best af öllu fannst mér að fara út að borða þarna og ég nýtti þau færi vel ásamt hópnum. Þetta var alveg yndisleg ferð og þeir sem vilja lesa meira um hana lesi endilega pistilinn minn um ferðina. Það er farið yfir nær allt sem gerðist úti í ferðinni þar. Ég er búinn að ákveða að ég ætla að fara næsta vor eða sumar út og vera þá lengur en þessa örfáu daga en voru farnir út í október 2004. Það verður yndisleg ferð, ég held að ég geti alveg sagt það hreint út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurðsson

Ef þú lætur slag standa og ferð aftur út til DC, mæli ég með að þú kíkkir niður ánna til Alexandríu (getur farið þangað með Metró) og röltir niður King St. ekki síðri staður og margfallt rólegri en Georgetown. Síðan er setur Washington forseta Mt. Vernon þar rétt hjá.

Og fyrst þú hefur gaman af mat þá mæli ég með að þú farir upp í Adams Morgan (18. stræti fyrir ofan Florida Ave) og tjékkir á matarflórunni þar, allra þjóðaréttir í mjög skemmtilegu hippaumhverfi.

Góða ferð og skemmtun.

Jens Sigurðsson, 26.9.2006 kl. 17:31

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Þakka þér góðar ábendingar. En já, þetta er ekki spurning um hvort maður fari heldur hvenær hehe. Maður skellir sér eftir þingkosningarnar næsta vor í hressilega ferð. :)

mbk. Stebbi Fr.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.9.2006 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband