Sorgardagur í Keflavík - sterk sönnunargögn

Frá vettvangi slyssinsÞetta hefur verið sorgardagur í Keflavík. Litli drengurinn sem lést þar í sorglegu slysi í lok síðasta mánaðar var jarðsunginn í dag. Ég vil votta fjölskyldu hans innilega samúð mína.


Nú hefur verið staðfest að trefjar úr fötum drengsins voru á bíl mannsins sem hefur verið í gæsluvarðhaldi grunaður um að keyra á hann. Það eru sannarlega sterk sönnunargögn. Samt neitar viðkomandi maður enn sök. Vonandi mun málið leysast fljótlega. Nú hafa allavega vaknað spurningar sem verður að fá svör við. Hver keyrði bílnum þennan örlagaríka dag?

Þetta mál er allt einn harmleikur. Það hlýtur að vera skelfileg lífsreynsla að ganga í gegnum fyrir svo lítið samfélag. Samt finnst mér eiginlega enn sorglegra að heyra af því að Pólverjar almennt í bænum hafi orðið fyrir aðkasti. Fólk á að vita betur að það á ekki að kenna láta þennan harmleik bitna á öllum innflytjendum frá sama landi og hinn grunaði.


mbl.is Þræðir á bíl úr fötum drengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband