Samkomulag kynnt

Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde

Var að horfa á blaðamannafundinn í Þjóðmenningarhúsinu með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, þar sem að þeir kynntu samkomulag milli Bandaríkjanna og Íslands um varnir landsins. Fátt svosem sem þar kom fram er ekki hafði komið fram áður. Heimildir fréttamanna síðustu daga voru réttar að öllu leyti. Varnirnar eru tryggðar með þeim hætti að Bandaríkin skuldbinda sig til að sjá um að verja Ísland gegn vá með hreyfanlegum herstyrk. Varnir á Íslandi heyra sögunni til og við tekur uppstokkun á hinu gamla varnarsvæði, sem verður eign Íslands um mánaðarmótin þegar að síðustu ummerki herstyrks Bandaríkjanna heyra sögunni til.

Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, undirriti bráðlega samning ytra við yfirvöld þar sem byggir á þessum grunni sem kynntur var í dag. Við blasir að Íslandi muni taka að sér að greiða fyrir niðurrif mannvirkja og hreinsun á svæðum sem tilheyrðu Bandaríkjahernum áður og taki við forræði þeirra að öllu leyti. Fara á yfir öll umhverfismál á svæðinu og færa svæðið allt til þess horfs sem viðunandi er. Við blasir að það verði mikið verkefni og mun verða stofnað félag til að halda utan um öll umsvif þar og færa allt til eðlilegs horfs í þeim efnum.

Að mörgu leyti er þetta eins og við var að búast, að sumu leyti eru þarna þættir sem vekja athygli. Heilt yfir er mikilvægt að óvissunni hafi verið eytt. Aðeins eru nú örfáir dagar þar til að Bandaríkjamenn halda á brott og það var orðið gríðarlega mikilvægt að öll atriði málsins væru almenningi ljós, enda um að ræða mikil söguleg þáttaskil, eins og forsætisráðherra sagði á blaðamannafundinum.

mbl.is Bandaríkin munu verja Ísland gegn vá með hreyfanlegum herstyrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband