Guðmundur hættir - á að gengisfella dv.is?

Guðmundur Magnússon Það vekur athygli að Guðmundur Magnússon sé að hætta sem ritstjóri á dv.is. Vonandi þýðir þetta fyrst og fremst að hann sé að fara að blogga á fullu aftur. Guðmundur hefur verið einn besti bloggari landsins að mínu mati og ég hef svolítið saknað þess að hann sé að blogga á fullu, enda skemmtilegur penni og tjáir sig um það sem er að gerast í samfélaginu. Það er alltaf gaman af svoleiðis fólki, því sem tjáir sig um hitamál samfélagsins; hvort sem það er beinhörð pólitík eða mýkri mál.

Brotthvarf Guðmundar vekur spurningar um það hvað verði um dv.is. Hann hefur verið að standa sig vel með vefinn. Margt gott verið þar og ég hef litið þar nokkrum sinnum í gegnum daginn. Oft margir skemmtilegir punktar þar í gangi. En hvað gerist nú með þennan vef. Á að gengisfella hann í kjölfarið? Það hefur mikið verið pískrað um hvaða áhrif innkoma Reynis Traustasonar sem yfirmanns yfir alla fjölmiðla þarna þýði. Kjaftasögurnar segja að þar hafi komið til átaka um stefnumótun.

Miklar mannabreytingar hafa einkennt dv.is upp á síðkastið. Vonandi mun þessi vefur ekki deyja sem séreining og verða aðeins auglýsingavefur fyrir blað; svona eins og dv.is var áður.

mbl.is Hættur sem ritstjóri dv.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og takk fyrir fallega kveðju.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 22:58

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já það verður missir af honum. Maður var farinn að sjá fram á að dv.is myndi hafa góð áhrif á prentsvertubleðilinn DV. Vonandi kemur góður maður í hans stað. Vonandi gengur Guðmundi allt í haginn í nýju starfi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.12.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/

USA í dag

Einar Bragi Bragason., 11.12.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Miðað við ritstjórna grein Reynis Traustasonar um daginn í DV, sem fjallaðu um trú og trúleysingja, þá eru þetta ekki góðar fréttir. Reynir sannaði enn og aftur að hann hefur rökgetu á við 10 ára gamlan reiðan strák og það sást vel í þessari grein enda var hún full af sleggjudómum og dónaskap.

Nei Stebbi. Meðan Reynir Trausta er á DV eða yfir nokkuru öðru blaði þá er ekkert mark takandi á því blaði. Reynir er sorpblaðamaður Íslands nr.1.

Spurning hvort hann komi nú til að ata mig aur bara vegn þess að ég skrifa svona illa um hann? 

Fannar frá Rifi, 12.12.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband