Valgerður ávarpar allsherjarþing SÞ

Valgerður Sverrisdóttir

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði í dag allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Ég var að enda við að lesa ávarp Valgerðar og fannst það nokkuð merkilegt í sannleika sagt. Vék hún þar mjög ítarlega að þróunaraðstoð og málefnum sem þeim fylgja. Kom fram í máli hennar að íslensk stjórnvöld myndu axla ábyrgð með auknum framlögum til þróunarsamvinnu. Fann ég skýran samhljóm með þeirri stefnu sem hún kynnti og mun gera að áherslum sínum í utanríkisráðherratíð sinni og þeim sem einkenndu utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins, en enginn hefur gegnt embættinu lengur. Hann vann ötullega að þróunaraðstoð.

Valgerður kynnti framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2009-2010 með afgerandi hætti í ræðunni. Hefur nú verið opnuð heimasíða framboðsins og er greinilegt að mikla vinnu á að leggja í þetta verkefni. Valgerður hefur sjálf sagt að þetta verði eitt lykilverkefna í ráðherratíð sinni og það hefur komið vel í ljós með þeim þunga sem hún hefur helgað verkefninu. Áður hef ég farið yfir skoðanir mínar á því að sækjast eftir sætinu í Öryggisráðinu. Það er öllum ljóst sem líta á vefinn að mikill þungi og kraftur er settur í þetta verkefni að tryggja sætið. Baráttan mun verða hörð, eins og áður hefur komið fram. Auk okkar eru Tyrkland og Austurríki í kjöri.

Það er öllum ljóst að kostnaður vegna framboðs Íslands til þessa sætis verður umtalsverður, bæði þá sem snýr að kosningabaráttu sem nauðsynlegt er að heyja til að hljóta sætið við fyrrnefndar þjóðir og ennfremur þeirrar stækkunar sem yrði á umfangi utanríkisþjónustunnar ef Ísland tæki þar sæti. Á það ber að minnast að meirihluti þeirra mála sem tekinn er fyrir af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eru málefni sem Íslendingar hafa hingað til lítið sem ekkert beitt sér í. Enn finnst mér lykilspurningunni um það hvaða ávinningur hlytist með því að hljóta sætið sé með öllu ósvarað. Það er einn stóru gallanna í þessu máli, að mínu mati.

mbl.is Utanríkisráðherra fjallaði um aukin framlög til þróunarsamvinnu á allsherjarþingi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband