Björn segir brotthvarf sitt hreinan uppspuna

Björn Bjarnason Það er ekki hægt að sjá betur en að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, gefi afdráttarlausa yfirlýsingu á vef sínum í kvöld um að hann muni ekki hætta afskiptum af stjórnmálum bráðlega, í kjölfar umfjöllunar Mannlífs, sem hann kallar hreinan uppspuna. Það er mikilvægt að Björn svari hreint út þessum sögusögnum. Reyndar mun það víst vera þannig að Mannlíf vitnar í marga heimildarmenn í grein sinni um Sjálfstæðisflokkinn, en þar leggur enginn í að koma fram undir nafni.

Það er ekki langt síðan að einn auðugasti maður landsins keypti heilsíðuauglýsingu til að tala gegn Birni Bjarnasyni og vildi koma tilmælum til kjósenda um það hvernig atkvæðaseðill þeirra ætti að vera í tilteknu kjördæmi. Það er ein ómerkilegasta aðförin að íslenskum stjórnmálamanni árum saman og hún dæmdi sig sjálf. Sumir gárungarnir segja að sú auglýsing hafi tryggt Birni ráðherrastólinn áfram. Veit ekki hvort svo er, en ég tel blasa við öllum að Björn hefur notið mikils trausts innan Sjálfstæðisflokksins árum saman.

Björn varð þrisvar, að loknum kosningum, ráðherra án þess að vera kjördæmaleiðtogi. Það umfram allt sýnir sterka stöðu hans. Hann hefur haft forystuhlutverki að gegna innan Sjálfstæðisflokksins árum saman og verið þekktur fyrir vinnusemi sína og heiðarleika. Vefsíða hans er eitt traustasta merki þeirrar vinnusemi, en hann ólíkt mjög mörgum stjórnmálamönnum hefur haldið úti vef af elju og ástríðu allt frá fyrsta degi á meðan að flestir aðrir hafa koðnað niður að loknum kosningum og hætt að skrifa.

Björn hefur setið lengst allra núverandi ráðherra ríkisstjórnarinnar í embætti; var menntamálaráðherra 1995-2002 og dómsmálaráðherra frá 2003. Hann á að baki langan feril og hefur verið kjörinn fulltrúi í nafni Sjálfstæðisflokksins í um tvo áratugi. Hann hefur verið í stjórnmálum af lífi og sál eins og verk hans og netskrif sýna vel. Það hefur mátt treysta því að hann hafi skoðanir og láti í sér heyra um hitamál samfélagsins, á meðan að margir aðrir ráðherrar eru mun minna áberandi.

Það er kannski ekki undrunarefni að fjölmiðill úr þessari áttinni reyni að koma af stað orðrómi um brotthvarf Björns á næstu mánuðum. Þessi yfirlýsing er samt augljóst merki þess að Björn ætlar að sinna sínum verkum áfram, en hefur vissulega ekki tekið ákvörðun um hvað taki við að kjörtímabilinu loknu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Björn er flottur kall sem lætur ekki deigan síga þrátt fyrir ómálefnalega árásir í hans garð.

Agnar Smári Einarsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 02:36

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Árásir á Baug???? Erlingur er í lagi hjá þér? Væri þér það ekki nær að hætta að grípa áróðurs orð Baugsfeðgja og Baugsmiðla á lofti og tékka á því hvernig þetta var.

Björn Bjarnarson var ekki ráðherra yfir þessum málum þegar Baugsmálið hófst. Ef minnir rétt þá var hann ekki einu sinni ráðherra á þeim tíma.

Það eru lög um ráðningu hæstarréttar dómara og þeim hefur verið fylgt. 

4 valdinu? áttu við valdinu sem varð þess valdandi að maður framdi sjálfsmorð fyrir nokkrum árum? áttu við 4 valdinu sem er beitt ítrekað fyrir ákveðnum hagsmunum. Hagsmunum eigenda þess? Helduru virkilega að fjölmiðlar (4 valdið) og fjölmiðlamenn fari upp gegn eigendum og atvinnuveitendum sínum?

Mér þykir þú einfaldur og gegnsýrður af áróðri og heift.

Geirfinnsmálið? Hvað ertu að tala um maður?  

Fannar frá Rifi, 13.12.2007 kl. 10:45

3 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Erlingur: "Það þarf að endurreisa íslenska réttarkerfið eftir ógnarstjórn Dabbans."     Þetta er mesti þvættingur sem ég hef heyrt lengi. Davíð Oddson er besti stjórnmálamaður fyrr og síðar að mínu mati og á hann lof skilið fyrir það sem að hann gerði fyrir landið, hann gerði landið að fyrsta flokks landi.

Björn hefur ávallt unnið vinnuna sína, verið sýnilegur og hann er fyrirmyndar ráðherra.
Þar sem ég hef heyrt Sjálfstæðismenn tala um Björn eru menn nær undantekningarlaust sammála um að hann sé frábær stjórnmálamaður sem leggur sig allan fram við að vinna sína vinnu vel og af heilindum.
Ég vona svo sannarlega að hann sé ekki að fara að hætta á næstunni.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 13.12.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Agnar Smári: Algjörlega sammála því. Björn hefur þorað að hafa skoðanir, þorað að fara á móti straumnum. Það er einn hans helsti aðall. Hann er ekki pópúlisti í stjórnmálum. Hefur látið verkin tala.

Erlingur: Skil ekki þessar árásir að Birni. Þetta er meira og minna kjaftæði. Eins og Fannar bendir á var Björn ekki ráðherra þegar að Baugsmálið hófst, var þá óbreyttur borgarfulltrúi í Reykjavík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Hann varð ekki ráðherra aftur fyrr en um ári síðar. Hvernig geturðu tengt Björn við Geirfinnsmálið. Þetta er nú vel over the top hjá þér.

Fannar: Fínt innlegg og góðir punktar hjá þér.

Aubbi: Já, Björn er bæði grandvar og heiðarlegur stjórnmálamaður. Þorir að hafa skoðanir og er vinnusamur. Er að mínu mati einn besti ráðherra sem við höfum átt síðustu áratugina. Hann er kannski ekki allra, en verk hans munu lifa um ókomin ár. Nægir þar að nefna hvernig hann hefur styrkt lögregluna, frelsisvætt háskólakerfið og svona mætti lengi telja.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.12.2007 kl. 15:49

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég spái því að komandi kynslóðir muni skrifa um Björn Bjarnarson sem mun meiri mann og meta hans innlegg í sögu þjóðarinnar heldur en margir samtímamenn hans hafa nokkurntíman gert.

Það er hægt að stóla á Björn Bjarnarson. Maður veit alltaf hvar hann stendur. Hann er ekki með einhverjar henntistefnu skoðanir sem er gjörbreytt korteri fyrir kosningar.  

Fannar frá Rifi, 13.12.2007 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband