Ike Turner farinn yfir móðuna miklu

Ike Turner Jæja, þá er Ike Turner búinn að geispa golunni. Hvað svo sem hann gerði ágætt í tónlist verður hans ávallt minnst fyrir að vera eiginmaður rokkdrottningarinnar Tinu Turner, sem er ein besta rokksöngkona 20. aldarinnar, og vera maðurinn sem barði hana eins og harðfisk og drottnaði yfir henni uns hún fékk nóg. Orðspor hans sem hreins durts lifir mun lengur en tónlistarverkin. Annars var Ike auðvitað snillingur í sinni tónlist.

Hann og Tina voru gullið par í bransanum, en auðvitað var það meira og minna einhver hryggðarmynd bakvið tjöldin. Þessu var öllu svo innilega vel lýst í sjálfsævisögu Tinu, What´s Love Got to Do With It?, sem var síðar kvikmynduð með Angelu Bassett í hlutverki rokkgyðjunnar árið 1993. Laurence Fishburne átti þar leiftrandi takta, og væntanlega bestu leiktúlkun ferilsins, við að leika hinn skapmikla og dómínerandi eiginmann sem var eins og nístandi elding.

Ike neitaði alltaf dramatíseruðum lýsingum Tinu á hjónabandi þeirra. Hann veitti þó fá viðtöl til að hjóla í hana í seinni tíð og var mun minna áberandi eftir að gulltíma ferilsins lauk. Hvað svo sem Ike reyndi að segjast vera stórgoð í tónlistinni náði hann aldrei að komast undan skugga Tinu, sem hann tók undir verndarvæng sinn árið 1957 þegar að hún var ósköp venjuleg átján ára sveitastelpa frá Tennessee að nafni Anna Mae Bullock.

Hvet annars alla til að rifja upp kynnin af kvikmyndinni What´s Love Got to Do With It, uppgjöri Tinu við þennan skapmikla tónlistarsnilling. Þó að það sé sýn fyrrum eiginkonu á stormasöm ár þeirra er það ein besta heimildin um líf þeirra saman.




mbl.is Ike Turner látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Einmitt algjör snilldarmynd með stórgóðum leikurum.  Ég hef alltaf átt erfitt með að sjá Laurence Fishburne í öðru hlutverki.  Mér dettur alltaf ofbeldismaðurinn Ike í hug

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 13.12.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Rannveig. Algjörlega sammála þér. Frábær mynd og þau eru alveg pottþétt í hlutverkunum, bæði Bassett og Fishburne.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.12.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband