Er þetta þrýstihópur fyrir orku í álverið?

ISG

Um þessar mundir eru tæp fjögur ár síðan að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti ábyrgð til lána vegna Kárahnjúkavirkjunar í borgarstjórn. Það þótti á sínum tíma nokkur frétt, enda hafði hún verið afgerandi andstæðingur allrar stóriðju innan Kvennalistans, meðan að hún var borgarfulltrúi og alþingismaður flokksins. Hún tók þá afstöðu málsins, þrátt fyrir að myndast hefði meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um það. Á þessum tíma var hún á sínum síðustu dögum á borgarstjórastóli, ákveðið hafði verið þingframboð hennar og hún varð forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar um allt land vikurnar sem á eftir fylgdu.

Ég páraði hérna í morgun nokkrar línur um Kárahnjúkavirkjun og tengd mál. Á morgun hefst fylling Hálslóns, táknrænn lokapunktur þess að það styttist í verklok við Kárahnjúka og álver við Reyðarfjörð. Það hefur verið tískufyrirbrigði að kenna þetta mál alfarið við stjórnarflokkana. Þeir hinir sömu geta þá reynt að færa rök fyrir því af hverju formaður Samfylkingarinnar studdi þá málið í borgarstjórn í janúarmánuði 2003, nú eða þá fjöldi þingmanna Samfylkingarinnar í kosningu á þingi árið 2002. Samfylkingin er á harðaspretti frá afstöðu sinni og er komin í felulitina. Það er því vart furða að umhverfisstefna flokksins virki hlægileg eftir umræðu um virkjun og álver fyrir austan.

Ég hef tekið eftir einu í tali Ómars, og fjallaði reyndar aðeins um það í morgun. Hann talar um að orka í álver fyrir austan geti komið með öðrum hætti. Allt í einu síðustu daga hefur Ómar breyst í harðan baráttumann þess að finna orku í álverið með öðrum hætti. Er það orðið baráttumálið? Ég veit að menn geta vart andmælt orðið álverinu en reyna þess þá frekar að aftengja virkjunina, enda vart annað hægt að berjast fyrir með fyllingu Hálslóns handan við hornið. Það er því ekki nema von að því sé velt fyrir sér hvort hér sé að myndast þrýstihópur undir forystu Ómars Ragnarssonar um að finna álveri við Reyðarfjörð aðra orku en myndast hefði í virkjun við Kárahnjúka.

Ég hef margar spurningar eftir að hafa lesið um þessa fundi og heyrt nú í morgun í Ómari Ragnarssyni segjandi í Íslandi í bítið að það verði að finna orku með öðrum hætti. Nokkrar spurningar sem ég hef:

Voru það skilaboð fundanna í gær að álver eigi að starfa við Reyðarfjörð? Er það vilji allra sem gengu þarna? Vill allt þetta fólk starfhæft álver í Fjarðabyggð? Er þetta þrýstihópur um að finna orku fyrir álver með öðrum hætti? Ég trúi því alveg mátulega.

Svo má spyrja sig hvaðan orkan eigi að koma. Ef ég þekki Þingeyinga rétt munu þeir vart vilja orkuna austur fyrir sig til afnota fyrir Austfirðinga. Þetta mál er því allt á nokkrum villigötum hjá þeim sem að mótmæla, finnst mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband