Vel gert hjá Ingibjörgu Sólrúnu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Það er vel að verki staðið hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, að krefjast afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn vegna ómannúðlegrar meðferðar á Erlu Ósk Arnardóttur. Í þessum efnum duga engin vettlingatök. Við verðum að láta vel í ljósi andúð okkar á þessum vinnubrögðum bandarískra yfirvalda og að við sættum okkur engan veginn við að íslenskir ríkisborgarar gangi í gegnum svona ferli, hafandi ekkert til saka unnið.

Bandaríkjastjórn á sér engar málsbætur í þessu máli. Það er alveg lágmark að við fáum hreina og afgerandi afsökunarbeiðni úr þeim herbúðum og þeir finni fyrir reiði okkar. Við eigum ekki að leggjast flöt undir svona vinnubrögð, heldur láta reiði okkar í ljósi. Það hafa allir sem kynnt hafa sér mál Erlu Óskar undrast það óréttlæti sem hún mætti með því að vera hlekkjuð á höndum og fótum og ekki fengið svo mikið sem matarbita í varðhaldi.

Því er mikilvægt að utanríkisráðherra okkar standi í lappirnar og láti í sér heyra, án hiks. Hún á hrós skilið fyrir sín viðbrögð. 

mbl.is Mun krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er bara að sjá viðbrögð við slíkum óskum. Því miður er ekki hægt að kæra slík mál til mannréttindasómstóla því bandaríkjamenn eru ekki aðilar að slíkum stofnunum, sem er furðulegt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:15

2 identicon

Vissulega harkaleg meðferð sem konan fékk sem ber að mótmæla, en við verðum að athuga að hún braut þarlend lög með því að dveljast lengur í landinu en hún hafði heimild til. Svo það er ekki rétt að segja að hún hafi ekkert til saka unnið

Loki (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það mál er hreint peanuts að mínu mati; miðað við viðbrögðin. Þetta var algjörlega einum of. Meina eiginlega að ég telji hana ekkert hafa til saka unnið til að réttlæta svona meðferð. Þetta fór yfir strikið. Get reyndar ekki betur séð en að þarna hafi verið brotið harkalegra á rétti hennar, séu allar skýringar réttar. Það þarf að kanna mannréttindastöðu þessa máls.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.12.2007 kl. 14:57

4 identicon

Það er talað um 10 (frekar en 12) ára endurkomubann ef menn gerast brotlegir við þessi lög þeirra...   1995 + 10 útleggst sem 2005

karl (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:27

5 identicon

Viðbrögðin á Íslandi yfir þessari leiðinlegu reynslu eru líka umhugsunarverð.  Það er sorglegt að lesa alla þessa andúð á bandaríkjunum sem umræðan hefur leist úr læði.

Annars þakka ég þér fyrir almennt góð skrif um málefni dagsins.  Ég kíki inn annað slagið. 

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:32

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott innlegg Gísli. Það er vissulega stórundarlegt. Að mínu mati var þetta hreint mannréttindabrot. Get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig svona lífsreynsla, en þetta hlýtur að jafngilda hreinu helvíti.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.12.2007 kl. 15:51

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk Ólafur fyrir kommentið og góð orð um skrifin. Gott að þú hefur gaman af að lesa. Er alveg sammála þér að þetta má ekki snúast upp í hatur gegn Bandaríkjunum yfir höfuð. Þó að eitt mál komi upp er ekkert tilefni til að hata landið. Þetta er mál sem þarf samt að klára, en ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum og það er alveg óbreytt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.12.2007 kl. 15:57

8 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Fín skrif, Stefán.  Það má samt ekki alveg afskrifa það sem hún gerði af sér.  Vitanlega réttlætir það engan veginn svona meðferð, en ef hún hefði ekki haft neitt á "sakaskránni" þá er ekki líklegt að hún hefði verið stoppuð.

Kristján Magnús Arason, 13.12.2007 kl. 16:11

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Kristján. Þetta fór yfir allt eðlilegt að mínu mati. Hún átti ekki skilið að fá svo kuldalega meðferð og þetta er stóralvarlegt mál að mínu mati. Hefði skilið að kannski hefði verið tala við hana, en hlekkja á fótum og höndum og loka hana af án matar. þetta er alltof langt gengið.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.12.2007 kl. 16:30

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Ólafur Guðmundsson, fólk sem þolir ekki hræsnina frá BNA og þolir ekki "Alheimsyfirráð eða dauði" stefnu þeirra er alveg frjálst að opna sig og tjá sig um það og líka hata það ef því er að skipta, persónulega er ég búinn að fá mig fullsaddann á þessu landi og hef haft það í mörg ár, mér finnst flest allt sem frá þeim kemur grín, bull, yfirgangur, hræsni og frekja en þeir gera fínar myndir og sjónvarpsþætti(maður verður að vera smá jákvæður). Svo finnst mér það mjög svo spes að það sé ekki búið að handsama Osaba Bin Laden, BNA með allar þessa tækni og mannskap geta ekki fundið einn mann, skyldi ástæðan vera  valdlegs eðlis og að þeir vilja hreinlega ekki finna hann?

Sævar Einarsson, 13.12.2007 kl. 17:58

11 identicon

Vel sagt Sævar. Ógnarstjórn Bush er helsta ógnin við heimsfrið í dag!

Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa með íbúana en þessi stjórn, sem í tvígang hefur verið kjörin með mjög grunsamlegum hætti, er gjörsamlega gegnumrotin. Vonandi verður annari styrljöld afstýrt og fólk getur horft til betri og friðsamari tíma með kjöri Hillary Clinton.

George Bush svífst einskis í siðleysi sínu og er líklega það heimskur að hann geri sér ekki grein fyrir öllu blóðinu sem lekur af höndum hans. Núna bara í dag heyrði ég að hann hefði beitt neitunarvaldi gegn betri tryggingum fyrir veik börn.

Ísland á ekki að gefa neitt eftir í þessu máli og ekki sýna neina sérstaka vinsemd til þessarrar ríkisstjórnar þangað til hún hefur virkilega tekið stakkaskiptum.

Ívar (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband