Sigurjón M. Egilsson hættur á DV

Sigurjón M. Egilsson Innan við ári eftir að Sigurjón M. Egilsson yfirgaf Blaðið og endurreisti DV sem dagblað er hann hættur þar; var þar ekki ritstjóri árið út. Það hefur ekki farið framhjá neinum að átök hafa verið milli hans og Reynis Traustasonar um völdin á skútunni og aðeins spurning um tíma hvenær að uppstokkun yrði og Sigurjón færi á annan stað. Hann fer vissulega ekki langt en tilfærslan staðfestir að DV var einum of lítið skip fyrir tvo skipstjóra af kalíberi Sigurjóns og Reynis. Eitthvað varð undan að láta.

DV er ekki lengur í lestrarmælingum en þar verða samt áfram tveir ritstjórar; feðgarnir Jón Trausti og Reynir. Það verður áhugavert að sjá hvort að DV breytist við brotthvarf Sigurjóns. Mér finnst það ansi merkilegt að það skuli þurfa tvo ritstjóra á svo lítið lesið dagblað. Það hefur ekkert gengið að reisa blaðið aftur til þeirrar vegs og virðingar sem einkenndi það er þeir fóstbræður Jónas og Ellert þingmaður ritstýrðu því saman.

Það hefur vakið athygli hvað sme hefur komið oft af fjöllum vegna mála innan þessa fyrirtækis; fyrst er Reynir var ráðinn sem ritstjóri DV og síðar sem yfirmaður allra fjölmiðlanna undir þeim hatti. Það var mikil flugeldasýning í fjölmiðlaheimum þegar að sme var ráðinn yfir á DV og til að stýra risi þess úr duftinu. Eitthvað hefur minna gengið í því en eflaust var stefnt að. Skútan er altént of lítil til að rúma þessa menn báða.

mbl.is Sigurjón til Mannlífs og Jón Reynir til DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála þér.  Þetta er bara snepill...

Vilborg Traustadóttir, 14.12.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband