Steingrímur J. æfur yfir samþykkt þingskaparlaga

Steingrímur J. Sigfússon Það leyndi sér ekki að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, var algjörlega æfur yfir samþykkt nýrra þingskaparlaga síðdegis. Ræða hans í þriðju umræðu fór langt yfir strikið og gagnrýni hans á forseta Alþingis var einum of gífuryrt. Sumir segja reyndar að Steingrímur hafi verið svo æfur að hann hafi yfirgefið þingsalinn áður en hefðbundinni athöfn lauk, þar sem forsætisráðherra slítur þingfundi með forsetabréfi.

Þetta eru vissulega mjög erfið málalok fyrir vinstri græna. Þeir máluðu sig algjörlega út í horn í þessu máli. Voru sem stærsti flokkur stjórnarandstöðunnar í minnihluta í andstöðunni. Það hlýtur að teljast pínleg aðstaða. Hverjir voru annars að leggja vinstri grænum lið í samfélaginu í þessari baráttu? Varð ekki var við þá marga þann tíma sem rætt var um breytingatillögurnar. Flestir voru hlynntir því að stokka mál upp og samþykkja málið.

Það virðist vera sem að vinstri grænir séu í frekar erfiðri stöðu, frekar einangraðir í ýmsum málum. Það er ekki nýtt hlutskipti svosem. Það verður þó áberandi í þessu máli, þar sem greinilega var reynt að koma til móts við þá. Ræðutíminn var lengdur frá upphaflegum frumvarpsdrögum og t.d. voru sérreglur sett um fjárlagaumræðuna. Það dugði ekki vinstri grænum. Það er svona eiginlega ekki hægt annað en meta það sem svo að þeir hafi aldrei viljað semja.

Vissulega markar samþykkt þessara laga nokkur þáttaskil í þingstarfinu. Nú erum við laus við hinar goðsagnakenndu og hrútleiðinlegu klukkustundarlöngu ræður Steingríms J. og Jóns Bjarnasonar. Kvarta ekki yfir því. Held að það séu tækifæri í þessu. Þingið verður nú mun skilvirkara og vonandi öflugri stofnun, sem fólk vill fylgjast með, en andvarpar ekki í hvert skipti eða blótar yfir hinum löngu ræðum sem skildu fátt sem ekkert eftir sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri líka hægt að byrja á því að spyrja alla hvort þeir séu búnir að ákveða hvernig þeir ætla endanlega að kjósa. Þannig væri í raun bara hægt að sleppa öllum umræðum.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ánægður að nýju þingskaparlögin skulu vera komin í gegnum þingið.Þá verðum við blessunarlega lausir við þessar langlokuræður sérstaklega VG.Jón Bjarnason,Kolla,Steingrímur og Ögmundur ætla mann lifandi að drepa þá sjaldan ég horfi  á sjónvarpað frá Alþingi.Þau  ættu að gera sér grein fyrir því,að þau verða skemmtilegri og áheyrilegri með stuttum og hnitmiðuðum ræðum.

Kristján Pétursson, 14.12.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Loksins loksins!!  Þaggað niður í Fjallagrasa-Jóni, Kollu Klám og Ömma! Sigur fyrir lýðræðið og virðingu þingsins.

Guðmundur Björn, 14.12.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Löngu tímabært, vægast sagt. Innihaldslaust málþóf VG, í þeim eina tilgangi að tefja fyrir afgreiðslu mála, var Alþingi til vansa. Steininn tók þó úr þegar þingmenn voru farnir að hóta málþófi svo mál sem voru þeim móti skapi yrðu ekki tekin fyrir; að halda þinginu þannig í gíslingu eru óverjandi vinnubrögð. Nú verða VG að æfa sig í málefnalegum flutningi í ræðustól ...

Jón Agnar Ólason, 14.12.2007 kl. 23:55

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

var eitthver þarna að tala um lyðræði,er það nú svo að vaða yfir allt og alla,maður hefði haldið að þið hafið ekki lesið allt frumvarpið,þetta var ekki bara um ræðutiman,það hangir mikið meira á spitunni/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 15.12.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

endalokum málþófs vg-þingmanna fagna ég mjög. þetta á alveg örugglega eftir að auka alit manna á þinginu og er ekki vanþörf þar á.

það kæmi mér ekki á óvart þar sem undir forystu sjs virðist sem vg er að einangrast meira og meira að formannskipti verði á næsta landsfundi og sjs snúi sér alfarið að því að rækta fjallagrös.

Óðinn Þórisson, 15.12.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband