Baggalútur toppar sig enn eina ferðina

Baggalútur Jólalög Baggalúts eru orðin ómissandi þáttur í jólahaldi þorra landsmanna - hitta alltaf í mark. Finnst það flott hjá Baggalúti að taka nú Kokomo, gamla Cocktail-slagarann með Beach Boys, og breyta honum í suðrænan og seiðandi jólaóð um jólahald Íslendinga á fjarlægum sólarströndum. Smellpassar alveg í jólalagaklassann. Þeir Baggalútsmenn toppa sig enn eina ferðina, eru nýbúnir að breyta hinu gullna You´ve Lost That Lovin´ Feeling með Righteous Brothers í jólalag líka.

Baggalútsmenn hafa tekið mörg heimsþekkt lög á síðustu árum og heillað landsmenn með, hengt á þau jólakúlur og englahár, svo að allir syngja með; allir sem eru yfir höfuð í einhverju jólastuði. Hver heldur annars orðið jól án þess að söngla Kósíheit par exelans? Það er eitt þessara laga, er eins og flestir vita gamla góða Islands in the Stream sem Bee Gees-félagar sömdu fyrir Dolly Parton og Kenny Rogers á níunda áratugnum.

Sá um daginn að Egill Helgason var mjög hneykslaður yfir því á vef sínum að Baggalútur væri að taka þessi gömlu góðu lög og hengja á þau jólakúlur, nefndi þar sérstaklega nýjasta lagið. Fannst þetta hallærislegt. Við Egill erum sannarlega ósammála í þessum efnum. Finnst þetta flott hjá Baggalút og ég held að það sé þorri fólks sem hefur haft gaman af þessari hefð þeirra með jólalögin.

Jól á Kanarí (áður Kokomo með Beach Boys úr kvikmyndinni Cocktail með Tom Cruise) er að sjálfsögðu í spilaranum. Hvað annað?

mbl.is Baggalútur heldur jól á Kanarí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þeir eru frábærir og Jól á Kanarí er flott hjá þeim, en Sagan af Jesúbarninu stendur samt alltaf uppúr

Jónína Dúadóttir, 15.12.2007 kl. 06:26

2 identicon

ég er samála þér með Baggalútsmenn og þeir sem hafa ekki gamann af þessum breytingum á lögum þurfa bara ekkert að hlusta það finnst mér ég hef gamann af þeim og mun hlusta eins lengi og þeir munu starfa kveðja

Eva (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband