Flippaðasta Eurovisionlag fyrr og síðar

Er ekki fjarri því að Eurovision-lagið eftir Barða Jóhannsson, Friður á þessari jörðu, sem var spilað í Laugardagslögunum núna áðan sé flippaðasta lagið í Eurovision-sögu okkar Íslendinga fyrr og síðar. Þetta var hlægileg blanda af margtúlkuðum friðarboðskap og austurlandamenningu keppninnar síðustu árin, þar sem allt snýst um að heilla hina alræmdu mafíu sem hefur verið sögð drottna yfir keppninni. Þetta var allavega það flippað að annaðhvort er Barði að grínast eða hefur verið að reykja eitthvað mjög sterkt meðan lagið var samið.

Held að Barði hafi annars verið að skemmta sér í öllum lögum sínum í keppninni. Fyrsta lagið var nett grín á hinni skagfirsku Geirmundarsveiflu og hitt lagið var augljóslega nett grín að keppninni frá a-ö, vissulega vel heppnað. Held annars að Ho Ho Ho, We Say Hey Hey Hey muni verða framlag okkar í Serbíu næsta vor. Finnst svona stemmningin vera þannig. Annars eru lögin í þessari keppni mjög misjöfn. Sum virkilega góð, önnur skelfileg ömurð og hin svona mitt þar á milli.

Það verður áhugavert að sjá hvort að friðaróðurinn léttflippaði hjá Barða komist áfram í kvöld. Það mun allavega ekkert toppa þetta lag í gríninu allavega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband