Tímamót fyrir austan

Fylling Hálslóns

Það eru svo sannarlega tímamót fyrir austan, við Kárahnjúka, nú á þessum morgni. Hjáveitugöngum Kárahnjúkastíflu hefur nú verið lokað og Hálslón er tekið að myndast. Það var tilkomumikil sjón að sjá þetta gerast í beinni í morgun. Þessi atburður er eitt af lokaskrefunum í því sem framundan er á næstu vikum og mánuðum og mun svo ljúka með því að Kárahnjúkavirkjun verður endanlega veruleiki.

Eins og fram hefur komið vel í tali þeirra sem vinna fyrir austan má búast við að vatnsborðið hækki fljótt nú þegar í dag þar sem gljúfrið sjálft er mjög þröngt næst stíflunni. Vatnsborðið mun ná helmingi af endanlegri hæð svo nú á þessum vetri sem framundan er. Vatnið verður svo komið upp að stíflubrún næsta sumar er rennslið mun aukast til muna með sólbráð og sumarleysingunum sem munu um leið marka lok myndunar lónsins til fulls.

En þetta er sögulegur dagur fyrir austan hvað varðar Kárahnjúkavirkjun og við öllum blasir að virkjunin er nú endanlega orðinn veruleiki. Þeir sem helst verða varir við breyttar aðstæður verða íbúar í Jökuldal, en Jökla, sem er aurugasta fljót landsins, verður við þetta aðeins að meinlítilli bergvatnsá, með verulega minna rennsli.

mbl.is Hjáveitugöngum Kárahnjúkastíflu lokað, Hálslón að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband