Halldór og Smári takast á um formennsku

Halldór HalldórssonSmári Geirsson

Halldór Halldórsson, bćjarstjóri í Ísafjarđarbć, og Smári Geirsson, bćjarfulltrúi í Fjarđabyggđ, takast nú á um formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsţingi ţess sem haldiđ er ţessa dagana hér á Akureyri. Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, sem veriđ hefur formađur Sambands íslenskra sveitarfélaga allt frá árinu 1990 lćtur af formennsku á ţinginu á morgun. Ţađ hefur öllum veriđ ljóst allt frá sigri Sjálfstćđisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor sem leiddi til ţess ađ Vilhjálmur varđ borgarstjóri ađ međ ţví losnađi formennskan og baráttan um hana gćti orđiđ allnokkuđ hörđ.

Báđir ţykja ţeir Halldór og Smári standa vel ađ vígi. Báđir eiga ţeir ađ baki langan sveitarstjórnarferil. Halldór hefur veriđ bćjarstjóri á Ísafirđi frá árinu 1998 og bćjarfulltrúi ţar lengst af ţess tíma og leiddi Sjálfstćđisflokkinn til glćsilegs varnarsigurs í sveitarfélaginu í vor. Smári var í árarađir leiđtogi Alţýđubandalagsins í Neskaupstađ og var bćjarfulltrúi ţar 1982-1998, eđa ţar til ađ sveitarfélagiđ sameinađist ásamt Eskifirđi og Reyđarfirđi í Fjarđabyggđ og var ţar forseti bćjarstjórnar og formađur bćjarráđs allt ţar til í vor. Hann leiddi Fjarđalistann, sameiginlegt vinstraframbođ 1998 og 2002 en tók baráttusćtiđ ţar í vor og komst inn naumlega viđ lok talningar.

Ţađ vekur mikla athygli ađ Kristján Ţór Júlíusson, bćjarstjóri hér á Akureyri, gefur ekki kost á sér og segir meira en mörg orđ um á hvađ hann stefnir á nćstu mánuđum. Kosning um formennskuna mun fara fram fyrir hádegi á morgun og má búast viđ tvísýnni kosningu milli ţeirra Halldórs og Smára. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hver mun leiđa Samband íslenskra sveitarfélaga nćstu fjögur árin og taka viđ af Vilhjálmi borgarstjóra. Ţađ mun verđa mikiđ plottađ á hátíđarkvöldverđinum í kvöld, spái ég.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband