Árni Johnsen í leiðtogaframboð í Suðurkjördæmi

Árni Johnsen

Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður, lýsti yfir leiðtogaframboði í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í beinni útsendingu í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Það eru nú fimm ár liðin síðan að Árni varð að segja af sér þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurlandskjördæmi hinu gamla vegna hneykslismáls, en hann tók út hluti í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins sem hann veitti formennsku á þeim tíma. Þetta var eftirminnilegt mál og það vekur því verulega athygli að Árni haldi í leiðtogaframboð svo skömmu eftir þetta mál sem skók þjóðmálaumræðuna svo mjög.

Rúm þrjú ár eru liðin frá því að Árni var dæmdur í tveggja ára fangelsi, fyrra árið óskilorðsbundið. Hann sat af sér sinn tíma og tók út sína refsingu. Nokkrar vikur eru hinsvegar síðan að hann hlaut uppreist æru og því í raun gefið leyfi til að gefa kost á sér að nýju. Heiftin meðal landsmanna í garð Árna Johnsen vegna afbrota hans eru enn til staðar, einkum í ljósi þess að hann hefur enga iðrun sýnt. Það verður fróðlegt að sjá hvaða dóm hann hlýtur meðal flokksmanna í Suðurkjördæmi við þessu leiðtogaframboði sínu.

Mér finnst það allavega verða mjög til vansa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu myndi Árni Johnsen leiða lista af hálfu flokksins eða verða ofarlega á lista. En þetta er nú mál flokksmanna í Suðurkjördæmi. Það verður fróðlegt að sjá hver þeirra dómur verður í prófkjörinu, sem væntanlega verður í nóvembermánuði.

mbl.is Árni Johnsen stefnir á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband