Dögg Pálsdóttir í framboð í Reykjavík

Dögg Pálsdóttir

Það vekur mikla athygli að Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, hafi ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hefur hún tilkynnt um að hún sækist eftir fjórða sætinu í prófkjörinu. Dögg varð héraðsdómslögmaður árið 1982 og hæstaréttarlögmaður árið 1994. Dögg var um skeið skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu en hefur rekið eigin lögmannsstofu DP-lögmenn sem eru til húsa í Hverfisgötu í Reykjavík. Hún hefur verið aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík nú um nokkurra ára skeið. Dögg hefur starfað innan Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og var þar varaformaður um skeið.

Það hefur verið umræðuefni að undanförnu hvort að fram myndu ekki koma öflugar konur til framboðs. Það eru stór og mikil tíðindi að Dögg hafi ákveðið framboð og bjóði sig fram í prófkjörinu sem verður meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík undir lok næsta mánaðar. Það verður fróðlegt að sjá hvaða konur gefi að auki kost á sér til framboðs, en það er mikill fengur fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík að Dögg gefi kost á sér, að mínu mati.


mbl.is Dögg Pálsdóttir sækist eftir 4. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband