Halldór sigrar Smára í æsispennandi kosningu

Halldor Halldórsson

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, sigraði Smára Geirsson, bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð, mjög naumlega í kjöri um formennsku Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi þess hér á Akureyri í morgun. Tekur Halldór við formennskunni af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, sem hefur gegnt formennskunni samfleytt í sextán ár.

Halldór hlaut 68 atkvæði en Smári hlaut 64 atkvæði. Naumara gat það varla orðið semsagt. Það er alveg greinilegt að gríðarlega sterk staða Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum um allt land hefur skipt sköpum í þessari kosningu. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem kosið er um formennskuna en uppstillingarnefnd hefur alltaf lagt fram tillögu sem hefur verið samþykkt.

Innilega til hamingju Halldór með formennskuna.


mbl.is Halldór Halldórsson kjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband