Rudolph Giuliani á Íslandi

Rudolph Giuliani

Var að enda við að horfa á gott viðtal félaga míns, Guðfinns Sigurvinssonar, við Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóra í New York í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Giuliani er nú staddur á landinu í boði forseta Íslands. Hann var í dag meðal ræðumanna á ráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli Símans, sem bar heitið Leiðtogar til framtíðar. Giuliani var borgarstjóri í New York á árunum 1994-2002. Hann var umdeildur sem borgarstjóri en öðlaðist heimshylli á örlagatímum á þriðjudeginum 11. september 2001 þegar að hryðjuverkamenn felldu tvíburaturnana með því að ræna farþegaflugvélum í innanlandsflugi.

Það var eiginlega ævintýralegt að fylgjast með Giuliani þessa septemberdaga fyrir fimm árum. Hann tók forystuna og frumkvæðið í málefnum borgarinnar með röggsemi. Hann gerði allt rétt og steig ekki feilspor á örlagatímum. Það var aðdáunarvert að fylgjast með honum þessa daga þegar að bandaríska þjóðarsálin skalf og íbúar í New York urðu fyrir mesta áfalli sinnar löngu borgarsögu. Það er varla undrunarefni að Giuliani sé nú nefndur sem forsetaefni í Repúblikanaflokknum árið 2008 þegar að George W. Bush lætur af forsetaembættinu eftir átta ára forsetaferil. Ég tel að hann yrði mjög gott forsetaefni fyrir repúblikana.

Það er gleðiefni að Giuliani útilokaði ekki forsetaframboð 2008 í viðtalinu við Guffa. Ég held að hann ætti að skella sér í framboð. Hann yrði flottur eftirmaður Bush í Hvíta húsinu. Rudolph Giuliani ritaði fyrir nokkrum árum bókina Leadership, virkilega vel skrifuð og vönduð bók. Ég hvet alla til að lesa þessa bók, sem það hafa ekki gert nú þegar.

mbl.is Giuliani útilokar ekki forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband