Umdeildur boðskapur - lágkúra femínista

Jólakort femínistaÞað er eðlilegt að ólga sé vegna jólaboðskaps femínista, þar sem jólum og nauðgunum er blandað saman í vondan kokteil. Viðbrögð flestra hafa verið á einn veg; að undrast þessa framsetningu og boðskapinn sem í honum felst. Skrifaði um þetta mál hér í gær og fann þá vel hver skoðun fólks er; flestir fordæma það sem í þessum boðskap felst. Sem eðlilegt er.

Það er gott hjá félagi ábyrgra feðra hér á Akureyri að senda Jafnréttisstofu kvörtun vegna jólaboðskapar femínista. Það er eðlilegt að fara þá leið, enda held ég að flestum blöskri það sem kynnt er þar og líka með hvaða hætti; enda virðist boðskapurinn settur fram sem verk smábarns og því eðlilegt að líta svo á að því sé beint að þeim hópi.

Femínistar hafa oft stuðað í opinberri umræðu en ég held að þessi lágkúrulegi boðskapur sé alveg nýr botn af þeirra hálfu.


mbl.is Ósáttir við jólakort femínista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

300% sammála.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Fullyrðing:"Bandaríkjamenn menga mikið."

Útfrá þeirri fullyrðingu:"Ég óska þess að Bandaríkjamenn hætti að menga svona mikið."

Er ég að segja að hver einasti kani mengi? Nei, ég er hins vegar að fullyrða að kaninn mengi mest að meðaltali.

Er Feminístafélagið að segja að hver einasti karlmaður nauðgi? Nei, það fullyrðir hins vegar að karlmenn séu í langflestum tilfellum nauðgarar í nauðgunarmálum eins og sjá má hér.

Ég bið bara um einn hlut, að fólk líti á allar hliðar málsins áður en það gagnrýnir.

Ísleifur Egill Hjaltason, 21.12.2007 kl. 16:08

3 identicon

Þú átt mjög svo bágt minn kæri.

Ertu kannski sonur hennar Sóleyjar Tómasdóttur?

Það eru bara hálvitar eins og feministafélagið sem setja jólin og sakleysi barna = nauðgunum (Karlmenna)

Þið eruð ekkert nema örvitar í þessu félagi. 

Ykkur er greinilega ekkert heilagt.

Einar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 16:31

4 identicon

Ísleifur...þú grefur þína eigin gröf með máli þínu...

Vissulega er það fullyrðing að segja að Bandaríkjamenn mengi mikið...það er líka rétt fullyrðing.

Sú fullyrðing að segja að karlmenn nauðgi mikið er hins vegar ekki rétt og virkilega viðbjóðsleg hugmynd.

Almennt er hverfandi hluti karlmanna nauðgarar og það er alveg óskilt því hvað stór hluti nauðgara séu karlmenn.

Þetta er virkilega ljótur áróður frá feminasistum á borð við Sóleyju og hennar kónum og þær þurfa virkilega að fara að hugsa sinn gang áður en þær draga málstað sinn, sem byggir ekki á jafnrétti, alveg niður í svaðið.

(mörg góð svör við þessu eru líka þar sem Stefán skrifaði í gær) 

Ívar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 16:33

5 identicon

Ég fylltist mikilli reiði þegar ég las þetta jólakort frá feministafélaginu.

Þetta er ósmekklegt og ófaglegt en kemur mér mjög á óvart úr þessari átt. Ekki veit ég hvað feministafélagið ætlar með þessum áróðri og vona ég innilega að þessu verði ekki dreift á heimili landsins nú á hatíð ljóss og friðar.

Ég vona að feministafélagið sjái að sér og innkalli þessi kort.

Ingvi Ómarsson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:28

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kommentin.

Þetta kort hefur eðlilega vakið heitar skoðanir. Að mínu mati fer þetta yfir öll eðlileg mörk og það er greinileg ólga til staðar vegna efnisins. Tek samt undir það að við eigum ekki að fara út í persónulegt skítkast hér og vona að hægt sé að ræða þetta málefnalega, þó skoðanirnar séu heitar.

Ætla ekki að ráðast ómálefnalega að neinum en hinsvegar skil ég ekki skrif þín Ísleifur. Finnst þér framsetning þessa efnis ekki fara langt yfir strik þess eðlilega? Hvernig er hægt að tengja saman jól og nauðganir? Væri gott að heyra meira um það.

Tek annars sérstaklega undir komment Ingva og vona að þær hreinlega bakki með þennan boðskap, því hann á ekki við á hátíð ljóss og friðar í þessari framsetningu allavega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.12.2007 kl. 17:44

7 identicon

Thor, 

Mér finnst bara allt í lagi að spyrja hvort hann eigi bágt því að þeir sem verja slík skrif eins og þetta pakk í þessu félagi skrifar þá hljóta þau að eiga bágt.

Það er bara mín skoðun að fólk sem er í VG og í þessu félagi eru örvitar, þau eru búin að sanna það fyrir alþjóð oftar en einu sinni. 

Einar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:46

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Stebbi, þú hefur ekki lesið fréttir mbl.is frekar en flestir þeir sem kommenta hjá þér, því að það stendur skýrum stöfum að þetta sem Félag ábyrgra feðra gerir athugasemd við ER ALLS EKKI á jólakorti.

Þannig að það er ekkert jólakort með þessum boðskap sem hægt er að innkalla og ekkert kort sem hefur farið "yfir öll eðlileg mörk".

Er þá ekki rétt að þú dragir til baka þín orð í þessu máli?

Svala Jónsdóttir, 21.12.2007 kl. 17:53

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er þessi boðskapur ekki kominn frá Femínistafélagi Íslands? Rétt eða rangt? Ég er að tala gegn þessum boðskap og framsetningu og biðst ekki afsökunar á einu né neinu. Veit ekki betur en að þetta sé frá femínistum komið. Ef það er rangt þá breytir það myndinni. Það hversu gamalt þetta er eða hvort það var á korti eður ei breytir engu. Ég er að skrifa gegn þessum boðskap.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.12.2007 kl. 18:04

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

1. Kortið er komið frá Karlahópi feministafélagsins.

2. Kortið er reyndar ekki jólakort. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 18:12

11 identicon

Svala,

Málflutningur þinn sem byggist á því að þetta sé í lagi vegna þess að þetta sé ekki jólakort, heldur jólaÓSK er hlæilegur svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Ívar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 18:15

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Femínistar geta bæði verið karlar sem konur Jenný. Þetta breytir nákvæmlega engu. Boðskapurinn er sá sami. Er að tala gegn honum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.12.2007 kl. 18:18

13 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Ágæta Jenný Anna.

1. Er þessi ósómi sem þetta kort er þá karlmönnum að kenna?
2. Er kort með mynd af jólasveini með nafninu hans Askasleikir kyrfilega merkt við ekki jólakort?

Víðir Ragnarsson, 21.12.2007 kl. 20:29

14 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ívar: Ég sagði reyndar ekki orð um það hvort að þetta væri í lagi eða ekki.

Mér finnst bara lágmark að menn sem kveða jafn fast að orði og Stefán Friðrik gerir, fari rétt með staðreyndir.

Um er að ræða tveggja ára gamla jólaósk, en ekki jólakortin sem Femínistafélagið er að gefa út í ár. Fólk er því að missa sig yfir tveggja ára gamalli frétt.

Svala Jónsdóttir, 22.12.2007 kl. 21:51

15 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

"Sú fullyrðing að segja að karlmenn nauðgi mikið er hins vegar
ekki rétt og virkilega viðbjóðsleg hugmynd."




Nú veit ég ekki hvar þú heyrðir það Ívar en endilega sýndu mér það.





Stefán, ég hefði persónulega ekki sett þetta fram svona eins og

feminístafélagið gerði en mér finnst í þessari umræðu staðreyndin

vera sú að ef að feminístar geri eitthvað sem hægt er að mistúlka er það mistúlkað.



Jólin eru mér ekkert heilög frekar en annað, ég efast nú um að

nauðganir hætti yfir hátíðarnar. Það á þvert á móti að halda

þessari umræðu gangandi allan ársins hring!

Núna er Hjálparstofnun kirkjunnar að safna fyrir þessi jól og birta

því myndir af fátækum og illa förnum börnum frá Afríku, myndi

einhverjum detta sér það í hug að það spilli jólaandanum?



Jæja, ég ætla að skreppa á kaffihús með vinahópnum krúttin mín og ég

vona að allir hafi það sem best yfir hátíðrnar. Adios!

Ísleifur Egill Hjaltason, 23.12.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband