Jólafrímerki Hugrúnar frænku

Jólafrímerki Hugrúnar Ívarsdóttur Fyrir þessi jól prýðir laufabrauðshönnun Hugrúnar Ívarsdóttur, frænku minnar, jólafrímerki Íslandspósts. Það er stórskemmtilegt hvernig að Hugrún hefur notað laufabrauðshefð okkar Norðlendinga, og flestra Íslendinga reyndar í seinni tíð, í handverk og komið að stað línu skemmtilegra hluta með laufabrauðsívafi. Það að Pósturinn fái hana til að móta frímerkið segir margt um hversu vel heppnað þetta er.

Hugrún hefur varla haft undan síðustu vikur við að vinna ýmsa hluti tengda laufabrauðunum og þetta hefur sannarlega slegið í gegn. Laufabrauðshefðin er skemmtileg og hér um slóðir keppast heilu fjölskyldurnar við að koma saman og allir eru með sitt munstur og gera vissa keppni úr því að vera með fallegustu laufabrauðin. Það er alltaf gaman að skera í brauðin og víst er að jólin væru sviplausari án þessarar hefðar.

Einn helsti kostur frímerkisins er að það er sjálflímandi að þessu sinni og því þarf ekki að líma sjálfur frímerkin á eins og áður. Það er mikill lúxus með það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er laufabrauðabakstur ekki upprunalega norðlenskur siður?

Sigurður Þórðarson, 22.12.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er æðislegt frímerki, greinilega listakona á ferð.  Einnig finnast mér jólahengin frá Íslandspósti flott, keypti fjögur og það er jólalaufabrauðið mitt.

                 3D Santa

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Siggi: Jú, hann er norðlenskur.

Ásdís: Já, þetta er alveg æðislegt, virkilega vel gert og skemmtilegt að nota þessa hefð sem listaform. Jólahengin eru virkilega vel heppnuð. Takk kærlega fyrir kveðjurnar fyrir jólin Ásdís mín. Óska þér og þínum gleðilegra jóla.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.12.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband