Rán á þjóðvegasjoppu númer eitt

Litla kaffistofanÞað er svolítið kuldalegt að heyra af ráni í þjóðvegasjoppu númer eitt, Litlu kaffistofunni, um tveim sólarhringum fyrir jól. Það er mest um vert að þjófarnir náðust og ránsfengurinn ennfremur. Það sem mér fannst áhugaverðast við þetta rán var að ránspar, ekki ósvipað Bonnie og Clyde hinum goðsagnakenndu, voru þar á ferð.

Þetta er óskemmtileg lífsreynsla auðvitað. Grimmdin er mikil. Skil ekki eðlið í því fólki sem ræðst með hnífum og hafnaboltakylfu að öðrum svo skömmu fyrir jól. Það hlýtur að vera mikil eymd og vonleysi fólgið í lífi þess fólks allavega.

mbl.is Rán á Litlu kaffistofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband