Illuga í forystusveit í Reykjavík!

Illugi Gunnarsson

Í dag opnar Illugi Gunnarsson, hagfræðingur, kosningaskrifstofu sína á Suðurlandsbraut vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í borginni síðar í þessum mánuði. Það er mikill fengur fyrir flokkinn að Illugi hafi ákveðið að bjóða sig fram og það er mikilvægt að hann fái góða kosningu í þessu prófkjöri. Illugi Gunnarsson er vaxandi pólitísk stjarna að mínu mati. Það leikur enginn vafi á því í mínum huga að Illugi sé efnilegt þingmannsefni fyrir flokkinn í komandi þingkosningum.

Það er spennandi prófkjör framundan og mikilvægt að vel takist til með röðun á lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Það er mikið af góðu fólki búið nú þegar að gefa kost á sér og í vikunni mun endanlega skýrast hversu margir bætast við hóp þingmannanna, en þegar er ljóst að Sólveig Pétursdóttir mun ekki fara fram og ekki er vitað með Guðmund Hallvarðsson. Það er ljóst að allar forsendur eru fyrir okkur sjálfstæðismenn að vel takist til.

Sérstaklega er mikilvægt að saman fari í forystu listanna reynsla og svo ferskleiki. Ég tel t.d. mikilvægt að Geir H. Haarde og Björn Bjarnason, ólíkir en traustir menn í forystu Sjálfstæðisflokksins, leiði listana. Á eftir þeim er mikilvægt að komi öflugir menn og sterkar kjarnakonur, einvalalið fólks með reynslu í stjórnmálum og jafnframt einstaklinga með nýja og ferska sýn.

Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Illugi verði ofarlega á öðrum listanum og því vil ég senda honum góðar kveðjur héðan frá Akureyri nú þegar að hann fer af stað með kosningaskrifstofuna. Ég kemst því miður ekki við opnunina en mun líta þangað á næstu dögum þegar að ég fer suður. En já, Illuga í forystusveitina. Þetta er í mínum huga mjög einfalt mál!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband