Hvít jól á Akureyri

Jólabjalla Það verða hvít jól hér á Akureyri. Það var mjög notalegt þegar að snjóaði örlítið hérna í gærkvöldi og það bætti örlítið í, í nótt. Í fyrra voru rauð jól, þau verða alltaf svipminni, enda birtir snjórinn upp og verður svona eins og rúsínan í pylsuendanum til að færa manni sanna jólastemmningu. Þetta er toppurinn á öllu sem til er, svona sérstaklega á aðfangadegi.

Uppáhaldsjólalagið mitt er lagið um hvítu jólin eftir Irving Berlin. Þetta er fallegasta jólalagið, utan hátíðalaganna; Ó helga nótt, Heims um ból og Nóttin var svo ágæt ein. Það syngur enginn Hvít jól eins fallega og söngvarinn Bing Crosby, sem söng það fyrst í kvikmyndinni Holiday Inn árið 1942 og gerði það heimsfrægt. Enn í dag er það vinsælasta lag sögunnar, mest selda lagið. Eina lagið sem hefur komist nærri því er Candle in the Wind - 1997-útgáfan til minningar um Díönu prinsessu.

Hlustum á Bing syngja eitt sitt frægasta og goðsagnakenndasta lag, þarna með snillingnum Frank Sinatra; tveir af eftirminnilegustu söngvurum 20. aldarinnar.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Bing og Frank Sinatra eru líka komnir á fóninn hjá mér,þá er jólastemmingin komin og hátíð í bæ.Það er svo mikli hughrifun,sem fylgir svona yndislegum söng.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.Bestu þakkir fyrir fróðlegar og skemmtilegar greinar.Þú ert fremstur meðal jafninga og gott að hafa þig í boggheimum.

Kristján Pétursson, 24.12.2007 kl. 12:58

2 identicon

Óska þér gleði og gæfuríkra jóla. Takk fyrir góða viðkynningu í bloggheimum

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:15

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góðu kveðjurnar Kristján og Anna. Vil þakka sömuleiðis góð kynni á árinu og góðu orðin í minn garð.

Óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla.

bestu jólakveðjur

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.12.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband