Jólakveðja

Jólakveðja

Ég færi lesendum vefsins, og vinum nær og fjær, innilegar óskir mínar um gleðilega og kærleiksríka jólahátíð. Hafið það öll sem best yfir hátíðirnar.

jólakveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson










« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Gleðileg jól sömuleiðis félagi og takk fyrir skemmtileg samskipti á árinu sem er að líða. Er sjálf stödd í rólegheitunum á Siglufirði og nýt jólanna og alls þess besta sem hægt er að óska sér, sem er samvera við fjölskylduna.

Jólakveðja frá Siglufirði.

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.12.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gleðileg jól!

Árni: Já, það vantar eiginlega. Þetta eru allavega lög sem klikka aldrei á aðfangadagskvöldi. Það hefur enginn sungið Helga nótt betur en Jussi Björling. Frábær útgáfa lagsins, að mínu mati sú besta. Yndisleg rödd. Jólatónleikar tenóranna þriggja árið 1999 klikkar aldrei. Valdi sérstaklega Heims um ból með þeim frá þeim tónleikum, enda er þetta fjölþjóðleg útgáfa lagsins. Virkilega vel sungin af þessum miklu meisturum. Panis Angelicus er yndislegt lag, enginn söng það betur en Pavarotti. Og Bing passaði vel í að færa okkur bandarísku útgáfuna af Heims um ból með sinni tæru og yndislegu rödd.

Þrymur: Takk kærlega fyrir góða kveðju. Óska þér og þínum gleðilegra jóla.

Herdís: Takk fyrir kveðjuna vinkona. Gaman að heyra í þér. Bestu jólakveðjur til Siglufjarðar. Hafið það gott um hátíðina.

bestu jólakveðjur

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.12.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband