Dr. Guðfinna Bjarnadóttir í framboð

Guðfinna S. Bjarnadóttir

Dr. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer í lok þessa mánaðar. Þetta eru vissulega stór tíðindi. Guðfinna á að baki langan og farsælan feril í menntamálum. Hún var ennfremur forstjóri LEAD Consulting í Bandaríkjunum 1991-1998 en hefur verið rektor HR frá stofnun árið 1998 og byggt skólann upp sem eina kraftmestu menningarstofnun í landinu. Það er fengur fyrir sjálfstæðismenn að fá slíka kjarnakonu til verka og að hún sýni áhuga á framboði.

Þegar að Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis og fyrrum dómsmálaráðherra, tilkynnti að hún ætlaði að draga sig í hlé og gefa ekki kost á sér í prófkjörinu var mikið talað um að konur yrðu kannski ekki áberandi í prófkjörsslagnum. Það er ljóst að með framboði Guðfinnu og Daggar Pálsdóttur koma öflugar konur til verka og það verður því nóg af kvenkostum fyrir flokksmenn að velja úr á listann. Þegar hefur Ásta Möller, alþingismaður, sem tók sæti á þingi við brotthvarf Davíðs Oddssonar, gefið kost á sér í þriðja sætið.

Það stefnir í spennandi prófkjör í borginni og svo mikið er víst að úr góðum kostum verður að velja fyrir sjálfstæðismenn þegar gengið verður að kjörborði eftir fjórar vikur.

mbl.is Guðfinna S. Bjarnadóttir í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband