Hvað varð um Silfur Egils?

Egill Helgason

Pólitíkin er heit þessar haustvikurnar. Prófkjör framundan og mikið spáð og spekúlerað í stjórnmálunum. Það vekur athygli að auglýstur þáttur af Silfri Egils var ekki sýndur í hádeginu á tilsettum tíma á dagskrá Stöðvar 2. NFS er öll og því hlýtur þátturinn að verða á Stöð 2, eins og auglýst var. Í staðinn var sýnt hádegisviðtal við Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, um þingstörf en Alþingi kemur saman á morgun. Á eftir tóku svo við Nágrannarnir áströlsku. Engin var því pólitíkin á auglýstum tíma og analíseringarnar um hana á þessum heita sunnudegi í stjórnmálum, þegar að fólk er út um allt að spá og spekúlera um stöðu mála. Hvað verður um Egil?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband