Alþingi Íslendinga sett í dag

Alþingi

Alþingi Íslendinga verður sett nú eftir hádegið. Jóhanna Sigurðardóttir, starfsaldursforseti Alþingis, mun stýra fundi fram að kjöri forseta Alþingis. Sólveig Pétursdóttir mun þá taka kjöri sem þingforseti, en þetta verður síðasti þingvetur Sólveigar, en hún hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Síðdegis í dag verður svo fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar formlega kynnt, en Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur svo stefnuræðu sína annaðkvöld og í kjölfarið verða umræður um hana í þingsal.

Þetta verður átakaþing, prófkjör flokkanna standa fyrir dyrum nú á næstu vikum. Öruggt má teljast að fjöldi þingmanna muni annaðhvort þurfa að berjast harðri baráttu fyrir sætum sínum við öfluga nýliða eða jafnvel falla í prófkjörunum. Það má allavega fullyrða að harðir prófkjörsslagir setji mark sitt á þingstörfin, en flest prófkjör flokkanna verða búin fyrir lok nóvembermánaðar. Þessi mánuður og sá næsti verða því mjög beittir í pólitík flokkanna, sérstaklega þeirra tveggja stærstu. Það má altént fullyrða að tíminn fram að jólum verði snarpur og spennandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband