Mun verða gott flugeldaveður?

Flugeldar Veðurspáin er ekki beint fögur fyrir þennan síðasta dag ársins 2007 og flest sem bendir til að erfitt verði að hafa hinar hefðbundnu áramótabrennur og erfitt verði að halda í þann rótgróna sið að kveðja árið í flugeldahafi. Það er allavega eins gott fyrir þá sem skjóta upp að halda sér temmilega edrú og sleppa guðaveigunum fram yfir miðnættið.

Siggi stormur var að siða fólk til nýlega er hann minnti það á að nota rokeldspýtur og sleppa því að skvetta í sig framyfir flugeldatíðina, hið seinna á reyndar alltaf við. Það verður frekar ömurlegt ef að ekki verður hægt að halda í gamlar hefðir og skjóta upp flugeldum. Fólk hefur haldið tryggð við að styrkja björgunarsveitirnar og það á fólk að gera sama hvernig veðrið er.

Það finnst tími seint og um síðir eflaust til að skjóta upp verði bálhvasst í kvöld. Vonandi mun veðrið ekki eyðileggja fyrir okkur gleði kvöldsins og þetta reddast eins og flest annað.

mbl.is Stormviðvörun í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband