Góð staða í Norðaustri

Sjálfstæðisflokkurinn

Var að fara yfir greiningu á nýjustu mánaðarkönnun Gallups. Mikið gleðiefni að sjá þá könnun. Staðan í Norðausturkjördæmi er góð fyrir okkur sjálfstæðismenn. Þar mælumst við með 32%, Samfylking og VG með 23%, Framsókn með 20% og Frjálslyndir með 1%. Gott mál. Þetta myndi færa okkur fjóra menn væntanlega hér í Norðaustri að vori. Framsókn fékk fjóra árið 2003 með 32% fylgi. Við erum allavega langstærst í mælingu hér og gleðiefni að Samfylking er á pari við VG og aðeins örlitlu stærri en Framsókn á svæðinu. Það er greinilegt að Samfylkingin er í einhverri krísu hér, enda hafa þeir eflaust talið sig vera stærri en þetta samanborið við Framsókn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband